Vala og Júlíana snúa aftur í sjónvarpið

Vala Kristín og Júlíana Sara leika og skrifa nýju sjónvarpsþáttaröðina ...
Vala Kristín og Júlíana Sara leika og skrifa nýju sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk.

Vinkonurnar Vala Kristín og Júlíana Sara snúa aftur í sjónvarp í nóvember en nú leika þær og skrifa í nýjum þáttum á Sjónvarpi Símans sem heita Venjulegt fólk. Þeir Dóri DNA og Fannar Sveinsson skrifa þættina með þeim Völu og Júlíönu. 

Fjalla nýju þættirnir um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þær, fjölskyldu og vini. 

Leikararnir Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst eru meðal þeirra leikara sem fara með hlutverk í þáttunum. Von er á góðu ef marka má nýja stiklu sem gerð var fyrir þættina. 

mbl.is