Fann lítinn særðan stork fyrir 25 árum

Stjepan Vokic og storkurinn Malena. Það er ekki ofsögum sagt …
Stjepan Vokic og storkurinn Malena. Það er ekki ofsögum sagt að Vokic geri allt fyrir Malenu. Skjáskot/The Dodo

Á hverju ári bíða Króatar þess að storkurinn Klepetan fljúgi heim frá Suður-Afríku og fylgjast milljón manns jafnan með streymi af heimkomu Klepatans til maka hans Malenu, sem hefur búið hjá Króatanum Stjepan Vokic síðastliðin 25 ár.

Það er ekki ofsögum sagt að Vokic geri allt fyrir Malenu, sem er ófleyg.

„Af því að Malena getur ekki flogið hef ég verið vængir hennar,“ hefur dýralífsvefurinn The Dodo eftir Vokic. „Ég fann lítinn særðan stork í litla þorpinu mínu fyrir 25 árum.“

Vokic skírði storkinn, sem hafði orðið fyrir skoti veiðimanns, Malenu og hlúði að henni. Annar vængur hennar hefur þó aldrei jafnað sig og hún getur því ekki flogið.

Undanfarinn aldarfjórðung hefur Vokic tryggt að Malena hafi öruggan stað að búa á. Hann aðstoðaði hana m.a. við hreiðurgerð á þakinu hjá sér og útbjó fyrir hana annað hreiður í bílskúrnum hjá sér svo að hún geti þraukað kalda vetur í Króatíu, þar sem hún flýgur ekki suður á bóginn með hinum storkunum.

Vokic aðstoðar Malenu líka við fæðuöflun og veiðir til að mynda fisk fyrir hana. „Þessi storkur er allt mitt líf,“ segir hann.

Hann  bjóst við að þau Malena yrðu bara tvö, en þá kom storkurinn Klepatan óvænt inn í myndina fyrir 15 árum. Klepatan var á heimleið frá Afríku það vor og settist að hjá Malenu. Síðan þá hafa þau komið 59 storksungum á legg.

Ég á þrjá syni,“ segir Vokic, „og allt frá því að Klepatan lenti í hreiðri Malenu þá hef ég litið á hann sem minn fjórða son.“

Á hverju ári flýgur Klepatan til Suður-Afríku til vetrardvalar og á hverju vori bíða Malena og Vokic ásamt öðrum íbúum Króatíu eftir að hann snúi aftur. Milljón manns fylgjast raunar með streymisútsendingu frá endurkomu Klepatans og fjallaði BBC um ferðalag hans í fyrra.

Stundin þegar hann snýr aftur veitir líka mörgum mikla gleði, enda er ferðalag hans varðað hættum. „Á hverju ári drepast um tvær milljónir storka á þessari leið,“ segir Vokic og vonar að saga þeirra Malenu og Klepatans veki fólk til meðvitundar um afleiðingar veiðiþjófnaðar.

„Tilhugsunin um að hann komi ekki aftur hræðir mig meira en nokkuð annað,“ segi hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant