Prinsinn laus við alla lofthræðslu

Harry Bretaprins, hertoginn af Sussex, er langt frá því að vera lofthræddur eins og sjá má þegar hann klifraði upp á topp Hafnarbrúarinnar í Sydney til að draga fána Invictus-leikanna að húni. Leikarnir hefjast í dag og standa yfir í viku. Með honum í för voru nokkrir keppendur leikanna og Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. 

Harry prins var fremstur í flokki.
Harry prins var fremstur í flokki. AFP

Leikarnir eru hugarfóstur Harrys og eru alþjóðlegir leikar þar sem fyrrverandi hermenn sem hafa slasast eða veikst við herþjónustu keppa í alls konar íþróttagreinum. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2014 og hafa vaxið með hverju árinu. Invictus er latneska heitið yfir ósigrandi og í ár munu 500 keppendur frá 18 löndum keppa í 11 íþróttagreinum og sýna þannig að allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi, eins og Harry segir að tilgangur leikanna sé.

Harry gegndi herþjónustu í breska hernum um árabil, fyrst 2007-2008 og síðar 2012-2013. Hann sagði skilið við herinn 2015.

Meghan Markle, eiginkona Harrys, ákvað að halda sig til hlés við athöfnina við brúna í dag, enda hefur dagskráin hjá hjónunum verið ansi þétt, en þau eru í 16 daga opinberri heimsókn í Eyjaálfu.

Lofthræðsla var ekki í boði í opinberum erindagjörðum dagsins hjá …
Lofthræðsla var ekki í boði í opinberum erindagjörðum dagsins hjá prins Harry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant