Þetta gerir Clooney þegar hann vaknar

George Clooney byrjar daginn á kaffibolla.
George Clooney byrjar daginn á kaffibolla. AFP

Leikarinn George Clooney eignaðist sín fyrstu börn á gamalsaldri en hann var orðinn 56 ára þegar Amal Clooney fæddi tvíburana Ellu og Alexander. Hvort sem þú ert Hollywood-stjarna eða ekki þá eru skyldurnar þær sömu þegar þú átt eins árs gömul börn. 

Clooney segir í viðtali sem birtist á ET að það fyrsta sem gerist heima hjá honum eftir að hann vaknar er að það sé skipt á bleyjum. Clooney grínaðist reyndar með að fjölskyldan skipti á bleyjunni hans. Leikarinn gerði því létt grín að því hversu gamall faðir hann væri og verður að teljast líklegra að hann skipti á bleyjum tvíburanna. 

„Og svo geri ég reyndar kaffi fyrir mig og eiginkonu mína,“ segir Clooney og segir þau því næst fara í vinnuna. 

George og Amal Clooney.
George og Amal Clooney. AFP
mbl.is