Hélt einkatónleika fyrir veikan aðdáanda

Keith Urban og Nicole Kidman. Urban söng fyrir veikan aðdáanda ...
Keith Urban og Nicole Kidman. Urban söng fyrir veikan aðdáanda sinn á spítala á dögunum. AFP

Tónlistarmaðurinn Keith Urban kom aðdáanda sínum í Ohio í Bandaríkjunum á óvart á dögunum og hélt einkatónleika á fyrir unga konu á spítalanum sem hún dvelur á. Marissa English er mikill aðdáandi Urban en er of veik til þess að fara á tónleika hans. 

Á vef CBS kemur fram að English, sem er 25 ára en var vart hugað líf þegar hún fæddist, sé mikill aðdáandi Urbans og eigi hina ýmsu muni sem foreldrar hennar hafa keypt á tónleikum Urban. Er búið að búa til koddaver úr bol af Urban sem hún er alltaf með hjá sér. 

Hjúkrunarfræðingar á spítalanum hófu herferð á samfélagsmiðlum til þess að vekja athygli Urban á English. Það tókst og fékk hún draum sinn uppfylltan þegar Urban söng fyrir hana á spítalanum. 

mbl.is