Aldrei í vafa þótt Spacey væri ekki með

Robin Wright á frumsýningu House of Cards.
Robin Wright á frumsýningu House of Cards. AFP

Síðasta þáttaröðin af House of Cards eða Spilaborginni var frumsýnd í gær, mánudag. Leikkonan Robin Wright lét að sjálfsögðu sjá sig en þættirnir koma á Netflix í byrjun nóvember. 

Leikarinn Kevin Spacey var skrifaður út úr þáttunum eftir að upp komst um kynferðislega áreitni af hans hálfu í fyrra. Wright sagði í samtali við ET að hún hafi aldrei verið í vafa um hvort halda ætti áfram með þættina. 

„Við vildum klára þættina eins og átti alltaf að gera fyrir aðdáendurna og alveg jafnmikilvægt var að 600 manns hefðu misst vinnuna,“ sagði Wright. 

Blendnar tilfinningar vöknuðu þegar tökum á House of Cards lauk. Wright segir að enginn hafi viljað fara af tökustað. Þau hafi hangið á forsetaskrifstofunni og dansað til þrjú um nóttina. 

Leikarar og framleiðendur House of Cards á frumsýningunni.
Leikarar og framleiðendur House of Cards á frumsýningunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant