Hertogaynjan fékk hláturskast

Meghan Markle hefur haft nægar ástæður til að brosa, gleðjast …
Meghan Markle hefur haft nægar ástæður til að brosa, gleðjast og hlæja í opinberri heimsókn hertogahjónanna til Eyjaálfu. AFP

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, átti í mestu erfiðleikum með að halda aftur af hlátrinum þegar hún fylgdist með sýningu skóladrengja á Suður-Kyrrahafseyjunni Tonga í dag.

Drengirnir voru klæddir einkennisbúningum og fluttu lag um moskítóflugur og stigu nokkur vel valin dansspor með. Það vakti kátínu hertogaynjunnar sem táraðist af hlátri en reyndi eins og hún gat að stilla sig. Harry Bretaprins gekk ögn betur að hemja hláturinn en glotti út í annað líkt og sjá má á eftirfarandi myndskeiði breska ríkisútvarpsins

Harry og Meghan eru í 16 daga opinberri heimsókn í Eyjaálfu og var heimsókn þeirra til Tonga liður í henni. Heimsókninni lýkur í næstu viku á Nýja-Sjálandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant