Stefan segir leigusalann hafa brotist inn

Stefan Octavian Gheorghe á í deilum við konu sem leigði …
Stefan Octavian Gheorghe á í deilum við konu sem leigði honum og kærasta hans íbúð.

Stef­an Octa­vi­an Gheorg­he, oft titlaður sem fyrsta íslenska klámmyndastjarnan, var með vonda tilfinningu í maganum þegar hann lenti á Íslandi á þriðjudaginn eftir nokkurra daga ferð til Lundúna með kærasta sínum, Devin Dickin­son. Þegar hann kom loks heim til sín kom í ljós að þessi tilfinning var ekki ástæðulaus en leigusali hans var búinn að skipta um lás og hreinsa út úr íbúðinni hans.

„Svo komum við heim og ég sting lyklunum í skrána og þeir passa ekki. Við komumst náttúrlega ekki inn í íbúðina,“ segir Stefan um heimkomuna en hann greindi frá því á Snapchat að brotist hefði verið inn hjá honum. Seinna kom í ljós að leigusalinn fékk tvo karlmenn til verksins. 

Aðdragandinn að heimkomunni var dramatískur þar sem þeir Stefan og Devin voru stoppaðir á flugvellinum í London eftir að strok var tekið af töskunni þeirra. Þeir fóru því í yfirheyrslur og misstu í kjölfarið af fluginu sínu. Stefan segir að auðvitað hafi ekkert komið út úr prófinu en í ljós kom að þetta var ilmvatn sem lekið hafði á töskuna.

Ágreiningur við leigusalann

Stefan og Devin leigja íbúð svart í Grafarvoginum og segir Stefan að þeir hafi samið um að taka íbúðina í gegn fyrir leigusalann í skiptum fyrir eins og hálfs mánaðar leigu. Skiptu þeir um gólfefni í stofunni, lýsingu í allri íbúðinni og máluðu allt. Stefan segir að leigusalinn hafi auk þess tekið tryggingu upp í leigu þar sem hún treysti því að þeir myndu ekki skemma neitt eftir að þeir voru búnir að taka íbúðina í gegn.

„Út frá þessu var búinn að vera ágreiningur af því við vorum ekki búnir að vera að borga leigu af því við áttum að fá einn og hálfan mánuð frían. Ég var búinn að vera í samskiptum við tengdason hennar og ég sagði við hann að ég ætlaði ekki að fara að svíkja. Ég er opinber manneskja í þessu þjóðfélagi og ég er fyrirmynd fyrir marga unga krakka á samfélagsmiðlum. Hann var alveg sammála því og vissi alveg að ég væri ekkert að fara að svíkja hann eða hana og hann hafði ekki tök á því sjálfur þar sem hann væri sjálfur í pólitík og svona. Við komumst að samkomulagi um að ég myndi greiða fyrstu greiðsluna um miðjan september,“ segir Stefan og að þeir Devin borgi 185 þúsund fyrir mánuðinn og gjalddagi sé um miðjan mánuð. 

Samskipti þeirra við leigusalann hafa því lengi verið stormasöm. „Við eigum vídeó af henni þar sem hún ruddist inn til okkar eitt skipti og var alveg gargandi brjáluð og vildi okkur út. Ég sagði bara: ég tala ekki við þig fyrr en ég fæ minn lögfræðing á staðinn,“ sagði Stefan sem hringdi á lögregluna. „Hún er búin að hringja í okkur inn á milli og spyrja hvort við viljum ekki koma í kaffi og vöfflur en ég hef engan áhuga á að vera vinur hennar, ég er að leigja hjá henni.

Í byrjun október hringir tengdasonur hennar aftur í mig og spyr hvort ég geti ekki greitt fyrirfram þar sem hana vantar peninga, hún þurfi að borga einhverja reikninga. Ég spyr hvort 50 þúsund kall sé ekki bara fínt, jú ekkert mál,“ segir Stefán sem borgaði nokkrum dögum seinna. Afganginn af leigunni segist hann hafa borgað á mánudaginn. Þar með var leigan öll komin og næsti gjalddagi ekki fyrr en um miðjan nóvembermánuð. Hann grunar þó að konan hafi þá verið búin að skipta um lás þegar hann borgaði afganginn af leigunni.

Reyndi að tala við leigusalann

Devin Dickinson og Stefan Octavian Gheroghe.
Devin Dickinson og Stefan Octavian Gheroghe.

„Þið eruð ekkert að leigja hjá mér, þið eru búnir að vera að svíkja mig,“ segir Stefán að leigusalinn hafi meðal annars sagt þegar hann hringdi í hann á þriðjudagskvöldið eftir að hann komst að því að þeir væru læstir úti. Símtalinu lauk með því að leigusalinn skellti á hann. Stefan segir þetta hafa verið skrítið þar sem daginn áður hafi leigusalinn sent honum sms og þakkað honum fyrir að borga leiguna.

Þeir Stefan og Devin ákváðu því að brjóta sér leið inn íbúðina en sáu strax að allt dótið þeirra var farið. Stuttu eftir að þeir voru komnir inn fékk hann skilaboð á þá leið að leigusalinn væri með dótið.

Gistuð þið ekki í íbúðinni?

„Nei, áttum við að sofa á gólfinu? Það var bókstaflega allt tekið. Hún sagði að hún væri búin að taka allt en það sem var eftir var 20 þúsund króna kaffivél sem ég gaf unnusta mínum í afmælisgjöf og leirtau. Svo var stigi þarna sem var frá föður mínum. Ástæðan fyrir því að við fórum svona hart í þetta strax var að við vorum þarna með pappíra frá embætti úti í Bandaríkjunum og ættleiðingarskjölin mín. Við erum með pappíra sem eru ekki fáanlegir aftur,“ segir Stefan.

Fengu aðgang að munum sínum

Þeir Stefan og Devin fengu aðgang að dótinu sínu á miðvikudag, eftir að búið var að leggja fram kæru. Stefan segir leigusalann sömuleiðis búinn að leggja fram kæru á þá fyrir innbrot. Hann tekur þó því ekki alvarlega þar sem hann segir þetta vera þeirra heimili.

Þeir Stefan og Devin gista nú í skammtímaleigu og þurfa að greiða fyrir hana eins og annað fólk. Næst á dagskrá hjá Stefan er að fara yfir allt dótið sitt til að sjá hvort það vantar eitthvað meira. Hann segir að þeir ætli að bjóða leigusalanum að borga leiguna til baka sem og annað tjón sem þeir urðu fyrir en þeir sakna til að mynda rándýrrar vínflösku, matar úr ísskápnum og gjafabréfs frá Icelandair. „Ef þau taka því ekki þá fer þetta bara fyrir dóm,“ segir Stefan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson