Björguðu kengúru úr sjávarháska

Lögreglumennirnir lögðu mikið á sig til að bjarga kengúrunni frá …
Lögreglumennirnir lögðu mikið á sig til að bjarga kengúrunni frá drukknun. Ljósmynd/Twitter

Tveir ástralskir lögreglumenn björguðu lífi kengúru í gær í sjónum við Safety-ströndina í Mornington, suður af Melbourne í Ástralíu. BBC greinir frá.

Mia Grant, íbúi á svæðinu, hafði tekið eftir kengúrunni sem hoppaði meðfram strandlengjunni og stakk sér síðan til sunds. „Ég sá hana synda og ákvað að taka það upp en allt í einu festist hún í útsoginu svo við ákváðum að reyna að hjálpa henni úr ölduganginum og höfðum svo samband við lögreglu,“ segir hún í samtali við ástralska fjölmiða.

Þegar lögreglumennirnir Christopher Russo og Kirby Tonkin mættu á vettvang varð kengúran skelfingu lostin og hoppaði aftur út í sjó.

Þeir óðu út í sjóinn og drógu kengúruna á land og beittu endurlífgunartilraunum sem tókust vel. „Ég greip í halann á henni og Kirby greip í höfuð hennar og saman drógum við hana á land,“ segir Russo.

Kengúran er á batavegi eftir þessa ógnvænlegu lífsreynslu. Hún var flutt á lögreglustöðina þar sem hún fékk að jafna sig áður en starfsmenn dýraverndar sóttu hana. „Við munum leyfa henni að jafna sig eins lengi og hún þarf og sjá henni fyrir nægu að éta og drekka. Hún virðist vera mjög glöð með það,“ segir Michelle Thomas, yfirmaður dýraathvarfsins sem tók kengúruna að sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant