Stjórnmálaelítan fékk hvatningu frá Höllu

Leikstjórinn Benedikt Erlingsson flytur ræðu sína í Ósló í gærkvöldi, …
Leikstjórinn Benedikt Erlingsson flytur ræðu sína í Ósló í gærkvöldi, ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi og framleiðendum myndarinnar, þeim Marianne Slot og Carine Leblanc. Johannes Jansson/norden.

„Ég lít bara á mig hér sem ríkjandi Norðurlandameistara í kvikmyndagerð þangað til annað kemur á daginn,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Kona fer í stríð, sem í gærkvöldi hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Ósló.

Þetta er í annað sinn sem mynd eftir Benedikt hampar verðlaunum Norðurlandaráðs, en árið 2014 varð kvikmyndin Hross í oss hlutskörpust í vali dómnefndar. Af þeim sökum kom það honum eilítið á óvart að hljóta verðlaunin nú.

„Ég bjóst kannski við því að það væri einhver pólitík og að það myndi kannski vinna á móti manni að hafa fengið verðlaunin áður, en svo virtist greinilega ekki vera, það er hrein fagurfræði sem ræður þarna för,“ segir Benedikt léttur.

Í ræðu sinni í Ósló í gær flutti Benedikt stjórnmálamönnunum í salnum, sem hann kallaði stjórnmálaelítu Norðurlanda, skilaboð frá Höllu, aðalpersónunni í kvikmyndinni, sem grípur til róttækra aðgerða til að vernda íslenska náttúru.

„Hún myndi segja við ykkur: „Þið eruð mjög mikilvægt fólk, því þið hafið tekið að ykkur þá áskorun að takast á við loftslagsbreytingar. Þið eruð mjög hugrakkt fólk, því þið þurfið fljótlega að segja við kjósendur ykkar: „Kjósið mig og ég mun sjá til þess að þið fáið minna af öllu.“ Gangi ykkur vel með það,“ sagði Benedikt meðal annars í ræðu sinni, sem var hvatning til norrænu stjórnmálaelítunnar til þess að takast á við þær áskoranir sem eru fram undan í loftslagsmálum.

Halla, aðalpersóna kvikmyndarinnar Kona fer í stríð, fékk orðið í …
Halla, aðalpersóna kvikmyndarinnar Kona fer í stríð, fékk orðið í ræðu Benedikts.

Í samtali við blaðamann vill leikstjórinn nefna að í bæði skiptin sem mynd eftir hann hafi hlotið þennan heiður hafi hann verið með sama teymið í kringum sig, þá Bergstein Björgúlfsson tökumann, Davíð Þór Jónsson tónlistarmann og David Alexander Corno klippara.

„Þannig að þetta kreatíva teymi í kringum báðar þessar myndir, þeirra er líka heiðurinn, sem og allra sem koma að þessu verki. Kvikmynd, eins og þú veist, er svona hópíþrótt eins og fótbolti,“ segir Benedikt.

Velgengni myndarinnar ánægjuleg en tímafrek

Kona fer í stríð hefur farið sigurför um heiminn á árinu og því fylgir að leikstjórinn og aðrir aðstandendur myndarinnar þurfa að ferðast víða til að kynna myndina á kvikmyndahátíðum – og þá er ef til vill ekki mikill tími aflögu fyrir önnur verkefni.

„Þessi mynd er orðin svolítið frek á tíma minn og líf mitt. Ég þarf víst eitthvað að sinna henni eitthvað áfram fram í desember, en svo þarf ég að fara að leggja árar í bát, kasta akkerum og fara að hugsa minn gang. Þetta er svo sem ánægjulegt vandamál, en maður þarf að fara að koma sér að verki,“ segir Benedikt.

Benedikt segir að hann hlakki til að koma heim og …
Benedikt segir að hann hlakki til að koma heim og halda veislu fyrir alla sem komu að gerð myndarinnar. Johannes Jansson / norden.

Næst á dagskrá hjá leikstjóranum er að „flytja festivalið heim“ og segist hann hlakka til þess að halda veislu fyrir alla þá sem komu að gerð kvikmyndarinnar og fagna þessum verðlaunum með þeim.

„En svo er ég bara með ýmislegt á takteinunum. Þetta kvikmyndar sig ekki sjálft,“ segir Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson