Streisand ánægð með A Star Is Born

Barbra Streisand er hrifin af því sem hún hefur séð …
Barbra Streisand er hrifin af því sem hún hefur séð af A Star is Born. mbl

Leikkonan Barbra Streisand segist vera ánægð með nýjar útfærslur í kvikmyndinni A Star Is Born. Streisand lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni árið 1976. Hún hefur þó ekki séð myndina í heild sinni en er ánægð með það sem hún hefur séð af henni. Margir eru forvitnir um hvað leikurum í fyrri myndinni finnst um nýju myndina. 

„Ég hef ekki séð hana í heild sinni. Bradley sýndi mér upphafsatriði hennar. Ég var hissa á hversu líkar þær eru. Ég var hrifin af því hvernig hann notaði drag-barinn. Mér fannst það vera nýtt og áhugavert. Það sem ég hef séð af myndinni,“ sagði Streisand í viðtali við New York Times
Streisand og Kristofferson í kvikmyndinni frá 1976.
Streisand og Kristofferson í kvikmyndinni frá 1976.

Í upphaflegu myndinni frá 1967 lék Streisand á móti Kris Kristofferson og Gary Busey. Hún vann svo Óskarsverðlaun árið eftir fyrir lagið Evergreen í kvikmyndinni. 

Í viðtali við E!News sagði Streisand að hún hafi gefið Lady Gaga ráð um hvernig væri best að gera myndina. „Myndin byrjar eins og mín gamla, með tónleikunum, og hann fer á skemmtistað og finnur hana. En þau gátu bætt nýjum hlutum við hana, sem ég var hrifin af,“ sagði Streisand. 

Tvær stjörnur. Bradley Cooper og Lady Gaga í hlutverkum Jackson …
Tvær stjörnur. Bradley Cooper og Lady Gaga í hlutverkum Jackson Maine og Ally í A Star Is Born.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant