„Séra Bjössi var bara djók“

Séra Bjössi byrjaði sem grín.
Séra Bjössi byrjaði sem grín. Ljósmynd/Aðsend

Séra Bjössi hefur verið að gera allt vitlaust síðustu vikur með tónlist sinni. Séra Bjössi er ekki prestur eins og einhver myndi halda og í rauninni ekki einn maður heldur hópur sem sló óvart í gegn eins og Benjamín einn liðsmanna Séra Bjössa lýsir því. Tveir strákar til viðbótar eru í hópnum en þeir vilja hvorki koma fram undir nafni né láta mynda sig.

„Við viljum bara vera Séra Bjössi. Séra Bjössi er bara Séra Bjössi og það skiptir ekki máli hver hann er,“ segir Benjamín um feluleikinn. Séra Bjössi er frekar nýtt verkefni en er nú þegar búinn að koma fram á menntaskólaballi og er að fara spila meira opinberlega í nóvember.

Átti aldrei að verða svona stórt

„Þetta átti ekki að vera neitt. Séra Bjössi var bara djók, bara heima hjá mér að hafa gaman og gera tónlist. Svo settum við þetta á SoundCloud og þetta varð bara vinsælt þar. Svo prófuðum við að setja á Spotify og fólk tók bara rosalega vel í þetta þó að þetta væri bara einhver einkahúmor hjá okkur og við bara að djóka.“

„Við erum að drepast úr hlátri þegar við erum að gera þessi lög. Okkur finnst þetta bara fyndið og gaman og prófuðum bara að gefa þetta út. Við ætluðum aldrei að verða frægir,“ segir Benjamín sem telur að þeim hafi gengið eins vel og raun ber vitni vegna þess að markmið þeirra var bara að hafa gaman. Hann segir þetta vera mjög steikt þar sem þeir bjuggust aldrei við vinsældunum. 

Trúarlegar tengingar

Séra Bjössi gaf fyrst út plötuna Gamla testamentið. Þeir eru nú að vinna að Nýja testamentinu en í lok október kom út lítil plata sem ber nafnið Kirkjusálmar. Af hverju þessi trúarlega tenging?

„Þetta er bara fyrsta sem okkur datt í hug. Okkur fannst bara fyndið að það væru prestar að rappa og einn vinur okkar sagði Séra Bjössi. Ég bý til alla bítana og vinur minn sagði til dæmis „GUÐ ný on the beat“  eins og ég héti GUÐ ný.“

Benjamín segir þetta allt vera grín og ekki gert til þess að móðga neinn. Hann hafði ekki einu sinni hugsað út í það hvort kirkjustéttin væri móðguð. Benjamín vonast til þess að fólk skilji grínið þeirra. 

Textarnir eru bara grín

Textar Séra Bjössa eru einnig eitthvað sem fólk má ekki misskilja og segir Benjamín að þeir séu ekki tala niður til einhverja annarra, allir textarnir beinast að þeim sjálfum. Í lögunum Djamm Queen, Kreifa þennan dick, Hættu að putta mig eru þeir í ákveðnum karakterum.

„Í Hættu að putta mig þá er ég ekki að tala niður til neins af því ég strákurinn. Það er gella niðri bæ að putta mig. Við tölum ekki niður til neins. Við myndum aldrei gera það,“ segir Benjamín. Það sama segir hann um lagið Kreifa þennan dick en í því lagi segir Benjamín að þeir strákarnir í Séra Bjössa kreifi typpið. „Í Micro penis þá tala ég um að ég sé með rúsínutyppi. Ég er ekki að gera grín að fólki með rúsínutyppi ég er að tala um að ég sé með rúsínutyppi.“

Um lagið Fljótur að fá það sem er á Kirkjusálmum segir Benjamín að það fjalli um að hann sé þreyttur á því að vera svona ljótur, að fá enga athygli og fljótur að fá það í rúminu. „Þarna er ég bara gera grín að sjálfum mér. Svo kemur hinn Séra Bjössinn og syngur um að ég ætti að rífa mig í gang. Lagið er um að ég sé með ógeðslega lítið sjálfstraust og mér líði ekki vel en í lok lagsins ríf ég mig í gang og hætti að líta svona niður á mig.“

Þegar Benjamín er spurður að því hvort þeir séu þá að opna á eigin tilfinningar þvertekur hann fyrir það og segir þetta bara vera grín. „Ég er ekki að segja að ég sé með rúsínutyppi ég er ekki með rúsínutyppi í alvörunni. Af því að ég er að tala um mig þá skiptir þetta engu máli. Þetta eru ekki mín vandamál. Ég bý til karakter fyrir hvert einasta lag.“

Séra Bjössi kom fram á menntaskólaballi en þeir munu koma …
Séra Bjössi kom fram á menntaskólaballi en þeir munu koma fram á fleiri tónleikum á næstunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant