Er búin að gefast upp á ástinni

Cheryl er búin að gefast upp á ástinni.
Cheryl er búin að gefast upp á ástinni. AFP

Söngkonan Cheryl segir að sonurinn Bear sé eini maðurinn í hennar lífi. Söngkonan og barnsfaðir hennar, söngvarinn Liam Payne, hættu saman í sumar þegar sonur þeirra var aðeins rúmlega eins árs. 

Cheryl gaf það út í nýjum hlaðvarpsþætti samkvæmt Daily Mail að hún væri hætt að fara á stefnumót. Hún vissi hvað hún vildi í lífinu en hún væri ekki komin jafnlangt þegar kemur að rómantíkinni. „Þetta eru lokin. Þetta eru lokin,“ endurtók Cheryl sem sagðist vera hætt í rómantíkinni. 

Cheryl og Liam Payne hættu saman í sumar.
Cheryl og Liam Payne hættu saman í sumar. AFP
mbl.is