Hvað ætla þau að sjá á Iceland Airwaves?

Þórður Ingi Jónsson, aka Lord Pusswhip
Þórður Ingi Jónsson, aka Lord Pusswhip Ljósmynd/mbl.is

Þórður Ingi Jónsson, tónlistarmaður @ Lord Pusswhip

Smerz er áhugavert tvíeyki frá Noregi sem gerir ansi kúl raftónlist. Ég og önnur gellan í sveitinni fórum í sama listalýðháskóla í Danmörku en ég heyrði af þeim fyrst þar þegar við spiluðum á sömu tónlistarhátíðinni. Mjög gott stöff sem þær eru að gera. Fyrst þegar ég heyrði Tierra Whack frá Bandaríkjunum fannst mér hún ekkert spes en ég er búinn að heyra svo góða hluti síðan þá að ég ætla að gefa henni annan séns. Frekar sýrt rapp. Ég er kannski mjög hlutdrægur en þið munuð ekki sjá eftir að fara á Countess Malaise í Silfursölum kl. 20:00 á miðvikudagskvöld. Nýja efnið hennar er mest “real” íslenska rapp sem ég hef heyrt.

Sólveig Matthildur kemur bæði fram sóló á Iceland Airwaves og …
Sólveig Matthildur kemur bæði fram sóló á Iceland Airwaves og með hljómsveitinni Kælunni miklu. Ljósmynd/ Hrefna Björg Gylfadóttir

Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, tónlistarkona @Kælan mikla og Sólveig Matthildur

Alvia er svo ótrúlega flott listakona. Ég veit ekki hvað annað ég get sagt en hvað ég dýrka hana mikið sem persónu á sviði og í raunveruleikanum. Listin hennar er svo útpæld og töff.

Godchilla er uppáhalds íslenska hljómsveitin mín! Kassettan þeirra er á sísnúningi í eldhúsinu mínu heima. Ég hef oft séð þá spila en ég fæ aldrei nóg. Madonna and child eru dularfullar systur frá dularfullum stað sem flytja dularfulla tónlist. Minna mig á Þöngul og Þrasa í Múmíndal. Ég veit aldrei við hverju má búast á tónleikunum þeirra en er alltaf komin fremst upp að sviðinu með uppglennt augu og munn, tilbúin að vera numin á brott af undarlegum öflum og flutt til dularfullrar plánetu þeirra.

Cyber. Ég dáist mjög mikið að þessum stelpum. Ég veit að þær leggja ótrúlega mikið í flotta sviðsframkomu og mér finnst það ótrúlega aðdáunarvert. Ég hef aldrei séð þær á tónleikum þó ég hafi unnið með þeim í einu lagi á síðustu plötu þeirra. Þannig að ég get ekki beðið eftir að fá að sjá þær í fyrsta sinn

Birnir er mitt guilty pleasure! Ég bý erlendis núna en þegar ég kem í heimsókn finnst mér best að fara á rúntinn um Reykjavík með litla bróður mínum með tónlist Birnis á hæsta hljóðstyrk.

Jara kemur fram í ár með Árni Vil
Jara kemur fram í ár með Árni Vil Ljósmynd/ Nanna Dís

Jarþrúður Karlsdóttir, tónlistarkona @ Árni Vil og Jara

Ég er að syngja með Árna Vil á miðvikudaginn og mæli mjög mikið með því. Nýja platan hans er mjög falleg, pródúseruð af Þóri Bogasyni (Just Another Snake Cult). Ég er spennt fyrir að sjá Teit, Kæluna miklu og Heklu theremín-drottningu til að sjá nýja efnið þeirra. Nýja platan hennar Gyðu Valtýs er líka dásamleg svo ég fer líklega að sjá hana. Ég kíki líka kannski á Hatara og Jóa Pé og Króla og í barna-raftónlistarsmiðjuna með son minn á sunnudaginn. Af erlendu er ég spenntust fyrir Blood Orange og Nadine Shah. Það sem ég elska samt mest við Airwaves er að heyra eitthvað nýtt og láta fólk draga mig að sjá eitthvað sem ég vissi ekki að væri til.

Teitur Magnússon spilar í kvöld á Iceland Airwaves.
Teitur Magnússon spilar í kvöld á Iceland Airwaves. Ljósmynd/mbl.is

 

Teitur Magnússon, tónlistarmaður @ Teitur Magnússon

Allenheimer. Hljóðlist í bland við æðri skemmtun. Ég er til í uppbrotið.

Bagdad Brothers. Öðruvísi upplifun á sviði en í heimahlustun. Firnasterk tónleikasveit og kraftmikil framkoma í bland við mjúk höfuðeinkenni sveitarinnar framkallar frískandi skynhrif.

Soccer Mommy. Ég heyrði lag í útvarpinu með þessari erlendu tónlistarkonu og mér féll það vel. Til í að heyra og sjá meira.

Ingibjörg Turchi. Tónlist til að týna sér í. Hrífandi flæði framkallað af fyrsta flokks hljóðfæraleikurum.

Karl Torsten Stallborn.
Karl Torsten Stallborn. Skrattar/ Júnía Líf Ljósmyndir

Karl Torstein Ställborn, tónlistarmaður @ Skrattar

Elli Grill. Sá hann i Bíó Paradís um daginn og hann hefur aldrei verið betri. Insane performans. Birnir, hann er einn sa besti og sannasti i sinu a Islandi. Hann er alveg trúr sjalfum sér þess vegna er gaman að fylgjast með honum.

Indriði - Cause I love me some Indriði. Flott og öðruvisi lög og kreisí performer.

Teitur Magnússon - Teitur er alveg 100% samkvæmur sjálfum sér og það er svo flott að sjá það. Það er ekki alltaf sem maður getur séð svoleiðis með berum augum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant