Myndi gera hvað sem er fyrir Bieber

Justin Bieber og Hailey Baldwin gengu í hjónaband í september.
Justin Bieber og Hailey Baldwin gengu í hjónaband í september. AFP

Justin Bieber og Hailey Baldwin giftu sig í haust eftir örstutta trúlofun. Bieber og Baldwin byrjuðu fyrst saman fyrir nokkrum árum og segir heimildarmaður Us Weekly Baldwin vera yfir sig ástfangna af eiginmanni sínum. 

Segir heimildarmaðurinn að fyrirsætan hafi verið mjög náin fjölskyldu Bieber í mörg ár. „Hailey myndi gera hvað sem er fyrir Justin. Hann var hennar fyrsta ást.“

Bieber hefur átt eitthvað erfitt síðustu vikur þrátt fyrir að hann sé nýkvæntur og hefur hann meðal annars sést gráta á almannafæri. Hjónin sjást reglulega í kirkju og segir heimildarmaðurinn að þau séu dugleg að rækta trú sína og það hafi bara aukist að undanförnu. 

mbl.is