Tjáir sig um börnin með Cruise

Nicole Kidman segir eldri börn sín tvö vera fullorðin.
Nicole Kidman segir eldri börn sín tvö vera fullorðin. AFP

Leikkonan Nicole Kidman á fjögur börn, tvær ungar dætur með eiginmanni sínum Keith Urban og tvö fullorðin ættleidd börn með Tom Cruise. Kidman talar mikið um yngri dætur sínar en minnist sjaldan á börnin sem hún á með Cruise. Breyting varð á því á dögunum þegar hún ræddi þau Isabellu og Connor Cruise við ástralska tímaritið Who

Isabella og Connor eru komin yfir tvítugt og eru í vísindakirkjunni rétt eins og faðir þeirra. Börnin bjuggu hjá föður sínum eftir að Kidman og Cruise skildu árið 2001. Kidman segir þau Isabellu og Connor vera fullorðin og geta tekið sínar ákvarðanir sjálf.

„Þau hafa ákveðið að vera í vísindakirkjunni og sem móðir er það verkefni mitt að elska þau,“ sagði Kidman sem segir það vera verkefni foreldra að elska börn sín skilyrðislaust.  

Kidman segist vera gott dæmi um umburðarlyndi og hún trúi því að sama hvað barn geri, barn eigi alltaf að búa við ást og eigi að vita að hún sé til staðar fyrir það, sjálf sé hún opin. 

Nicole Kidman með syni sínum Connor árið 2003.
Nicole Kidman með syni sínum Connor árið 2003. REUTERS/Henny Abrams
mbl.is