Meghan sögð vera erfið

Meghan er sögð hafa viljað aðra kórónu til að byrja ...
Meghan er sögð hafa viljað aðra kórónu til að byrja með. AFP

Meghan hertogaynja er sögð hafa verið erfið brúður og Elísabet Bretadrottning er sögð hafa þurft að taka Harry á teppið vegna hennar. Þessu er haldið fram í bókinni What Meghan wants, Meghan gets eins og The Sun greinir frá. 

Meghan fékk kórónu úr safni drottningar fyrir brúðkaup sitt en kórónan sem hún fékk var ekki hennar fyrsta val. Hertogaynjan er sögð hafa verið óánægð þegar í ljós kom að hún gat ekki fengið kórónuna sem hún vildi. 

„Meghan getur ekki fengið hvað sem hún vill. Hún fær kórónuna sem ég læt hana fá,“ er drottningin sögð hafa sagt við sonarson sinn. Er Elísabet einnig sögð hafa sett spurningarmerki við að Meghan þyrfti slör við brúðkaupskjólinn enda hennar annað hjónaband. 

Er drottningin sögð hafa komið þeim skilaboðum til Meghan að hún þyrfti að hugsa um hvernig hún talaði við starfsfólk konungsfjölskyldunnar og þyrfti að fylgja fjölskyldureglum. 

Segir heimildarmaðurinn að Meghan geti verið erfið. „Hún gerir mjög miklar kröfur og er vön að vinna í Hollywood-umhverfi,“ segir hann í bókinni. Katrín hertogaynja svilkona hennar er hins vegar sögð alltaf hafa passað hvernig hún kemur fram við starfsfólkið. 

Elísabet drottning.
Elísabet drottning. AFP
mbl.is