Nýtrúlofuð á sextugsaldri

Meg Ryan er trúlofuð.
Meg Ryan er trúlofuð. skjáskot/Instagram

Leikkonan Meg Ryan er á leiðinni upp að altarinu með kærasta sínum, tónlistarmanninum John Mellencamp. Ryan staðfesti trúlofunina á Instagram í gær en parið hefur verið sundur og saman í nokkur ár. Nú eru þau búin að vera saman í rúmt ár. 

Ryan verður 57 ára seinna í mánuðinum en Mellencamp varð löggiltur ellilífeyrisþegi í síðasta mánuði þegar hann fagnaði 67 ára afmæli sínu. Fyrst heyrðist af trúlofuninni á miðvikudaginn þegar Ryan var mynduð með fallegan hring á hendi. 

Leikkonan á eitt hjónaband að baki en hún var gift leikaranum Dennis Quaid í tíu ár og á með honum einn son. Árið 2006 ættleiddi hún rúmlega eins árs gamla stúlku frá Kína. 

View this post on Instagram

Congratulations! #MegRyan confirms that she's engaged to #JohnMellencamp.💍Tap the link in bio to see how she broke the news. (📸: Getty Images)

A post shared by Closer Weekly (@closerweekly) on Nov 8, 2018 at 10:29am PST

View this post on Instagram

ENGAGED!

A post shared by Meg Ryan (@megryan) on Nov 8, 2018 at 9:08am PST

mbl.is