Ráðleggur fólki ekki að trúlofa sig

Ariana Grande er ekki hrifin af rómantískum ráðum á netinu.
Ariana Grande er ekki hrifin af rómantískum ráðum á netinu. AFP

Söngkonan Ariana Grande og fyrrverandi unnusti hennar, grínistinn Pete Davidson, slitu stuttu sambandi sínu og trúlofun í síðasta mánuði. Grande virðist ekki mæla með því að fólk trúlofi sig ef marka má athugasemd sem hún skildi eftir á Instagram. 

„Ekki,“ skrifaði Grande á Instagram hjá lífstílsbloggi sem deildi 13 ráðum til að finna hinn fullkomna trúlofunarhring. 

Grande og Davidson hættu saman í góðu enda síðustu ár búin að vera erfið hjá Grande, fyrrverandi kærasti hennar dó í haust auk þess sem hryðjuverkaárásin í Manchester var gerð á tónleikum hennar.

Davidson hefur hins vegar undafarið gert grín að trúlofun þeirra Grande og samkvæmt heimildarmanni E! er Grande ekki skemmt. Segir hann að parið fyrrverandi hafi samið um að tala ekki um sambandið, hann hafi hins vegar brotið samninginn og sé hún mjög sár. 

View this post on Instagram

Thank u, next. #CommentsByCelebs

A post shared by @ commentsbycelebs on Nov 8, 2018 at 11:08am PST

Pete Davidson og Ariana Grande.
Pete Davidson og Ariana Grande. AFP
mbl.is