Aron Hannes elti kærustuna til Amsterdam

Aron Hannes og Rosanne Maria Knaapen eru ástfangin.
Aron Hannes og Rosanne Maria Knaapen eru ástfangin.

Söngvarinn Aron Hannes er fluttur til Amsterdam því hann gat ekki hugsað sér að vera lengur í fjarsambandi við kærustu sína. Nú hefur hann sent frá sér nýtt lag, Lítum út. 

„Lagið er akkúrat um það sem ég er að ganga í gegnum núna. En Valgeir Magnússon, textahöfundur lagsins, nær snilldarlega að ramma inn það sem ég er núna að ganga í gegnum. Hræddur en spenntur í senn. Ég heyrði lagið fyrst og það var gott. En það sem var enn betra þegar textinn kom var hvað það passaði vel við mitt líf. Við búum hér á besta stað í Amsterdam en Rose er héðan og vinnur við söngkennslu,“ segir Aron Hannes. 

Aron Hannes sem sló upprunalega í gegn með lagið Nótt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2017 hefur farið mikinn með hvert lagið á fætur öðru síðan þá. Hann kynntist Rosanne Maria Knaapen í söngnámi í Kaupmannahöfn fyrir 2 árum. Ástin hefur lifað fjarsambandið af og nú hefur hún nú dregið hann til Amsterdam.

„Þetta gekk ekki lengur. Við erum búin að fljúga fram og til baka til að hittast í 2 ár svo við urðum að taka næsta skref. Ég ákvað því að hoppa til Amsterdam og byrja að fullorðnast. Sjá hvað heimurinn hefur að bjóða og hvaða tækifæri verða á vegi mínum. Ástin er sterkt afl og við urðum að vera saman,“ segir Aron um nýja lagið og flutninginn til Amsterdam.

Lagið er eftir þá Svein Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon eins og lögin Sumarnótt, Morgunkoss og Golddigger, Sveinn samdi svo lagið Nótt. Öll þessi lög hafa náð miklum vinsældum en nýja lagið er nú þegar komið á Spotify og Youtube.

Það fer vel um parið í Amsterdam.
Það fer vel um parið í Amsterdam.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson