Búið að handtaka „Ross“

Líkindin með Schwimmer og manninum sem grunaður er um þjófnaðinn …
Líkindin með Schwimmer og manninum sem grunaður er um þjófnaðinn í Blackpool eru óneitanlega sláandi. Ljósmynd/Facebook David Schwimmer og lögreglan í Blackpool

Lundúnalögreglan hefur nú handtekið karlmann  sem grunaður er um þjófnað í Blackpool. Beiðni lögreglu um aðstoð almennings náði mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlum, eftir að lögregla deildi mynd úr eftirlitsmyndbandi af hinum grunaða, sem reyndist nauðalíkur bandaríska leikaranum David Schwimmer, sem fór með hlutverk Ross í sjónvarpsþáttunum um Vini.

BBC segir lögregluna í Lancashire nú hafa greint frá því að hinn meinti tvífari Ross hafi verið handtekinn í Southall í vesturhluta Lundúna, grunaður um þjófnað. Hún hafði áður sagt frá því að búið væri að bera kennsl á mann­inn, eft­ir að fjöldi ábend­inga barst frá al­menn­ingi vegna máls­ins. 

Tilkynnti lögregla um handtökuna á Twitter-síðu sinni á mánudag og þakkaði þá Schwimmer sérstaklega fyrir stuðning hans, en leikarinn sendi frá sér grín­mynd­band eftir að leitin að tvífaranum hófst þar sem hann lýsti yfir sak­leysi sínu.

Maður­inn er grunaður um að hafa stolið jakka, farsíma og veski á veit­ingastaðnum Mr. Basrai í Blackpool 20. sept­em­ber. Hann sást síðar á eft­ir­lits­mynda­vél halda á bjór­kassa í versl­un í bæn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant