Hættur að umgangast son sinn

Brian Austin Green virðist vera upptekinn af börnum sínum sem ...
Brian Austin Green virðist vera upptekinn af börnum sínum sem hann á með Megan Fox. Jason Merritt

Leikarinn Brian Austin Green hætti að umgangast son sinn fyrir fimm árum heldur leikkonan og barnsmóðir hans Venessa Marcil fram. Segir hún á vef People að sonur þeirra, hinn 16 ára gamli Kassius Lijah, fái ekki að vita hvar faðir hans og fjölskylda hans býr. 

Brian Austin Green kvæntist leikkonunni Megan Fox árið 2010 og á með henni þrjá syni. Ætlaði Green að reyna að fá fullt forræði yfir syni þeirra Marcil og átti hún aðeins að fá að hitta son sinn í fjóra daga í mánuði. Málið tók rúm átta ár og endaði með sameiginlegu forræði eins og áður hafði verið. Þrátt fyrir það segir Marcil þau Green og Fox hafa slitið sambandinu. 

Mercil segist aldrei hafa talað um þetta vegna þess að hún var að reyna að vernda son sinn sem er mjög leiður yfir aðstæðunum. Er hún að segja frá þessu núna til þess að vekja athygli á því að börn ættu að fá að umgangast báða foreldra sína hvort sem foreldrar þeirra eigi í deilum eða ekki. 

View this post on Instagram

The world is yours and it’s time for change.

A post shared by vanessamarcilmlovesk (@vanessamarcilmlovesk) on Nov 6, 2018 at 4:54pm PST

mbl.is