Bieber hættur í tónlist í bili

Justin Bieber er að leita að köllun sinni.
Justin Bieber er að leita að köllun sinni. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber er kominn í pásu frá tónlistinni að því er fram kemur á vef People. Er Bieber sagður hafa minnkað vinnu til þess að vera með eiginkonu sinni Hailey Badwin. Fyrirsætan hvetur hann til að gera það sem hann vill. 

Bieber hefur ekki gefið út heila plötu síðan árið 2015 og segir heimildarmaður það pirra hann þegar fólk spyr hvenær hann ætli aftur í hljóðver. „Þetta eru ekki bara spurningar fyrir Justin - þetta eru kröfur. Í mörg ár hafa allir reynt að eignast hlut í honum. Leyfið honum bara að vera.“

Segir hann Bieber vera að leita að köllun sinni og hana sé ekki endilega að finna í tónlist. „Þannig að á meðan hann er að finna út úr því er fólk að spyrja hvenær hann ætli aftur í hljóðver sem er það síðasta sem hann þarf á að halda.“ 

Þrátt fyrir að Bieber hafi sést gráta á almannafæri er ljóst að hann er að njóta lífsins og hafa hjónin birt myndir af sér í faðmlögum á samfélagsmiðlum og sést njóta lífsins á götum úti. 

View this post on Instagram

Hunny buns punkin

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Nov 10, 2018 at 12:12am PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.