Morðingi Lennon skammast sín æ meira

Mark David Chapman myrti John Lennon í desember 1980. Hann …
Mark David Chapman myrti John Lennon í desember 1980. Hann fær enga reynslulausn um sinn. AFP

Banamaður Johns Lennon, Mark Chapman, skammast sín meira og meira með hverju árinu sem líður. Hann sagði þetta þegar hann sótti um reynslulausn í tíunda skiptið í sumar.

Guardian fékk aðgang að upptökunum.

Chapman fær að sækja um reynslulausn á tveggja ára fresti en honum hefur alltaf verið hafnað og svo var einnig nú. Hann myrti Lennon árið 1980.

„Fyrir þrjátíu árum gat ég ekki sagt að ég skammaðist mín en núna veit ég hvað það er að skammast sín,“ sagði Chapman þegar hann fór fyrir dómi um reynslulausn sína. „Það er að hylja helst á sér andlitið, og vilja ekki ætlast til neins af neinum.“

Hann lýsti því fyrir dómnum hvernig hann man skýrt eftir þessum örlagadegi, hvernig hann fór samdægurs að fá eiginhandaráritun frá Lennon og hafi hugsað með sér þá að láta vera að drepa hann líka. En að hann hafi samt tekið þessa afdrifaríku ákvörðun, allt í von um að verða alræmdur fyrir þetta verk.

Hann kvaðst nú átta sig á, að verknaður hans myndi um aldur og ævi valda fólki sársauka, jafnvel „eftir minn tíma“, sagði hann.

Nefndin sem mat bón hans um reynslulausn mat það svo að það yrði honum veitt reynslulausn, þá væru það ekki aðeins skilaboð um að glæpurinn væri mildari en áður heldur værið það einnig ógn við almannaheill, þar sem einhver gæti tekið upp á því að hefna sín á Chapman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson