Neyddist til að flytja inn til mömmu

Blac Chyna og Rob Kardashian þegar allt lék í lyndi.
Blac Chyna og Rob Kardashian þegar allt lék í lyndi.

Raunveruleikastjarnan Rob Kardashian og barnsmóðir hans, fyrirsætan Blac Chyna, hafa átt í miklum illdeilum síðan þau slitu sambandi sínu. Þrátt fyrir ríkidæmi sitt krefst Chyna hárra upphæða í meðlagsgreiðslur og er nú svo komið að Kardashian býr hjá mömmu sinni, Kris Jenner.

Hinn 31 árs gamli Kardashian leitast nú eftir að borga minna meðlag en þau komust á sínum tíma að samkomulagi að hann myndi greiða Chyna 20 þúsund Bandaríkjadali, um tvær og hálfa milljón, á mánuði með hinni tveggja ára gömlu Dream. 

The Blast komst í ný dómsskjöl þar sem Kardashian segir Chyna vera ríka og hún hafi eyðilagt fyrir honum atvinnu sína. Hann hætti á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að Chyna sótti um nálgunarbann á hann. Hann hætti líka að vinna með hinum ýmsu fyrirækjum sem borguðu honum fyrir vinnu á samfélagsmiðlum.

Sokkafyrirtæki hans gekk mjög illa eftir að samfélagsmiðlanotkunin hætti og keypti móðir hans, Kris Jenner, helmingshlut í fyrirtæki hans. „Ég á ekki lengur heimili. Ég bý heima hjá móður minni,“ segir Kardashian í skjölunum. 

Kris Jenner veitti syni sínum húsaskjól.
Kris Jenner veitti syni sínum húsaskjól. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.