The Proclaimers halda tónleika á Íslandi

The Proclaimers mæta í Eldborg mánudagskvöldið 15. apríl á næsta ...
The Proclaimers mæta í Eldborg mánudagskvöldið 15. apríl á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

Skoska hljómsveitin The Proclaimers er væntanleg til landsins á næsta ári hún hún mun koma fram í Eldborg mánudagskvöldið 15. apríl til að skemmta Íslendingum með öllum sínu helstu smellum sem og glænýju efni. 

Skosku tvíburarnir Craig og Charlie slógu eftirminnilega í gegn árið 1988 með laginu I‘m Gonna Be (500 Miles).

„Færri vita að það voru Íslendingar sem uppgötvuðu smellinn og kusu hann í fyrsta sæti vinsældalista fyrstir allra þjóða. Geðþekku bræðurnir frá Leith í Edinborg bera því sterkar taugar til Íslands en hafa ekki séð sér fært að heimsækja land og þjóð, fyrr en nú, og hlakka mikið til,“ að því er segir í tilkynningu. 

Forsala hefst 22. nóvember kl. 10.

Nánar um tónleikana hér.

mbl.is