Stöðumælaverðir og orkupakkar

Logi Bergmann segir umræðuna um þriðja orkupakkann stundum minna sig …
Logi Bergmann segir umræðuna um þriðja orkupakkann stundum minna sig á stöðumælaverðina í Fóstbræðrum.

„Fólk er alveg að tala á fullu en það er eins og það sé ekki að tala um sama málið. Og það er náttúrlega engin leið að skilja þetta. Annaðhvort hefur þetta engin áhrif að innleiða þennan orkupakka eða allt fer beinustu leið til helvítis. Það virðist ekki vera neinn millivegur,“ skrifar Logi Bergmann í pistli í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Pistilinn í heild má lesa hér fyrir neðan:

„Stundum finnst mér umræðan um þriðja orkupakkann minna á stöðumælaverðina í Fóstbræðrum, ef einhver man eftir þeim.

– Við verðum að hætta að hittast svona, Finnur.

– Nú. Henti Halldór þér út?

– Ekki þessi látalæti, Finnur. Guðný er dóttir mín. Ég læt ekki taka hana frá mér.

– Ah. Svo Þorbjörn er farinn að jafna sig eftir sprenginguna.

– Ekki vanmeta Þorbjörn. Og gleymdu því ekki sem ég veit um þig. Ég veit hver myrti Eggert.

– Það skiptir engu máli, Erna. Ég hef slæmar fréttir að færa.

– Hvað?

– Baldur er horfinn.

Svona held ég að umræðan um þriðja orkupakkann sé fyrir býsna marga. Nema kannski ekkert svakalega fyndin.

Fólk er alveg að tala á fullu en það er eins og það sé ekki að tala um sama málið. Og það er náttúrlega engin leið að skilja þetta. Annaðhvort hefur þetta engin áhrif að innleiða þennan orkupakka eða allt fer beinustu leið til helvítis. Það virðist ekki vera neinn millivegur.

Þess vegna var ég soltið spenntur þegar Stöð 2 var í beinni útsendingu frá fundi kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík sem hafði samþykkt með afgerandi hætti að hafna þessum blessaða orkupakka. Ég fylgdist grannt með þegar fréttamaður Stöðvar 2 stóð fyrir framan formanninn og spurði af hverju þessu væri hafnað af þeirra hálfu.

„Ja, nú er kjördæmasambandsfundur grasrótarinnar og ég er einn af þeim og ég get ekki svarað því hvernig mismunandi framsóknarmenn komast að sömu niðurstöðu. Einn tiltekur þessi rök og annar önnur. Ég get ekki svarað fyrir það.“

– En eins og hvaða rök?

„Það er eins og ég segi. Það komu fram á fundinum mörg mismunandi rök en niðurstaða fundarins var hins vegar sú að allur þorri framsóknarmanna í Reykjavík er á móti þessari innleiðingu. Af mismunandi ástæðum.“

– En hafið þið forsendur til að álykta svona? Er ekki djúpt í árinni tekið að álykta með þessum hætti með það í huga sem fram hefur komið að það sé ólíklegt að þetta muni hafa áhrif á Íslandi?

„Nei, öðru nær. Það er að sjálfsögðu ekki djúpt í árinni tekið að grasrótarfólk tjái sig og myndi sér skoðanir um veigamikið mál. Þannig að það er akkúrat vettvangurinn til að mynda sér skoðanir. Það er í einfaldri rökræðu meðal fólks í grasrótinni.“

– Takk fyrir það og þar með kveðjum við héðan frá skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu.

Einmitt. Takk æðislega. Þetta er allt skýrt núna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler