Ný plata og tónleikaferð hjá Whitesnake

David Coverdale breiðir út faðminn 2008.
David Coverdale breiðir út faðminn 2008. mbl.is/Golli

Íslandsvinurinn David Coverdale er hvergi af baki dottinn og nú ætlar hann að fagna fertugsafmæli sveitar sinnar, Whitesnake, með nýrri breiðskífu og tónleikaferð á næsta ári.

„Flesh & Blood“ nefnist skífan en Whitesnake sendi síðast frá sér nýtt efni 2015.

„Þetta verður besta plata Whitesnake frá upphafi. Ég veit að menn segja þetta alltaf en ég ætti að vita hvað ég syng eftir hálfa öld í bransanum,“ sagði Coverdale í samtali við útvarpsstöðina SiriusXM en hann söng með Deep Purple áður en hann stofnaði Whitesnake árið 1978.

Whitesnake hefur í tvígang komið til Íslands, 1990 og 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson