„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Steinþór Hróar Steinþórsson er betur þekktur sem Steindi Jr.
Steinþór Hróar Steinþórsson er betur þekktur sem Steindi Jr. mbl.is/Eggert

Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Hvað heit­ir þú eig­in­lega fullu nafni?
Steinþór Hró­ar Steinþórs­son. Það voru sett fimm nöfn í pott og dregið um milli­nafnið. Hin nöfn­in í pott­in­um voru Arn­ar, Arn­ór, Helgi og Örvar.

En af hverju Jr. (djúníor)?
Það er af því að ég er skírður á höfuðið á afa og hann kallaði mig alltaf Steinda Jr. og upp frá því fest­ist þetta á mig.
Það er smá pressa að láta Steinþórs­nafnið ganga lengra ef ég eign­ast strák ein­hvern tím­ann. Ætli hann verði þá ekki Jr. Jr.

Hvernig kviknaði áhugi þinn á leik­list og gríni?
Mjög snemma eig­in­lega. Ætli það hafi ekki bara verið þegar ég grunn­skóla og gerði fátt annað en að leika mér með víd­eóvél. Mig langaði alltaf að verða leik­stjóri og ætla eig­in­lega enn. En við vor­um enda­laust að gera sketsa fé­lag­arn­ir og það þróaðist í það að ég fór að vera fyr­ir fram­an mynda­vél­ina. Þannig hófst bakt­erí­an.

Ert þú fyr­ir­mynd?
Ég hef aldrei litið á mig sem sér­staka fyr­ir­mynd en ég held að ég sé það samt al­veg. Ég held að ég sé ekk­ert verri fyr­ir­mynd en hver ann­ar.

Varðandi Drauma-serí­urn­ar, hafið þið aldrei meitt ykk­ur?
Það hef­ur aldrei neinn slasast al­var­lega. Það hafa samt komið upp vafa­söm at­vik. Við erum ekki bein­lín­is að ferðast á þess­um vin­sælu ferðamanna­stöðum. Erum oft­ar en ekki að fara ótroðnar slóðir.

Er þetta allt spuni eða eitt­hvað leikið?
Stiga­regl­urn­ar eru samd­ar fyr­ir­ fram og búið að ákveða áskor­an­ir. Að öðru leyti er þetta bara al­vöru raun­veru­leika­sjón­varp eins og það ger­ist best. Maður veit aldrei hvernig fólk bregst við uppá­tækj­un­um og við þurf­um að vinna út frá því.

Hvað hef­ur þú ann­ars verið að bralla og hvað stend­ur upp úr?
Mér þykir rosa­lega vænt um Steind­ann okk­ar sem var með því fyrsta al­vöru sem ég gerði. Ann­ars er það mjög margt sem hef­ur verið mjög skemmti­legt, Drauma-serí­urn­ar, Steypu­stöðin og fleira. Svo hef ég verið að tal­setja teikni­mynd­ir og leika í bíó­mynd­um. Það er eitt­hvað sem mig lang­ar að gera meira af eft­ir að hafa leikið í Und­ir trénu. Að fara meira út í drama, ekki bara glens. Það má þó ekki van­meta grínið. Það er ekk­ert grín að búa til grín. Svo má ekki gleyma að nefna Ára­móta­s­kaup­in, þau gengu vel en voru mjög stress­andi.

Hvað hef­ur þú tal­sett?
Ég tal­setti með fé­lög­um mín­um mynd­ina Ratchet & Clank sem er ri­sam­ynd frá Sony. Mjög skemmti­legt verk­efni.

Hvernig verða karakt­er­arn­ir þínir til?
Sum­ir eru byggðir laus­lega á ein­hverj­um sem ég hef hitt á lífs­leiðinni. Aðrir karakt­er­ar verða til á skrif­stof­unni þegar við erum að skrifa hand­rit. Þá köst­um við fram hug­mynd­um og leik­um ein­hverj­ar týp­ur og þróum þetta svo áfram.

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að leika?
Allt, því erfiðara því betra.

Þú hef­ur verið and­lit Íslands í mik­illi kynn­ing­ar­her­ferð. Hvernig er að vera fræg­ur?
Maður er nú eng­in stjór­stjarna þrátt fyr­ir að maður sé dá­lítið þekkt­ur. Það hef­ur eng­in áhrif og ég tek lítið eft­ir því. Kannski finn­ur maður einna helst fyr­ir því þegar maður fer í búðina, þá koma stund­um krakk­ar og vilja spjalla. Ég hef bara gam­an af því. Svo ef maður fer út á lífið þá hitt­ir maður stund­um ein­hverja of­ur­hressa sem vilja fara yfir mál­in. Það er bara gam­an.

Ertu með ein­hvern venju­leg­an vinnu­dag?
Já, ég reyni að hafa venju­leg­an dag frá kl. 9 til 5. Þá erum við að skrifa. Ég stimpla mig ekki inn og út en maður þarf að skila verk­efn­um á ákveðnum tíma. Maður er alltaf í kapp­hlaupi við tím­ann og yf­ir­leitt vinn­ur maður all­an sól­ar­hring­inn nokkr­um vik­um fyr­ir tök­ur.

Hvað er fram und­an hjá þér?
Nú er ég að skrifa nýja sjón­varps­seríu sem verður sýnd í vor. Það er reynd­ar hernaðarleynd­ar­mál þangað til þar að kem­ur. Svo er maður oft að skemmta og nóg að gera. Ég er að gefa út bók sem heit­ir Steindi í or­lofi, hvernig á að fara til út­landa án þess að vera bit­inn af ís­birni, rænd­ur af leigu­bíl­stjóra og rotaður af lög­regluþjóni.

Hvernig datt þér í hug að gefa út bók?
Eft­ir Drauma-serí­urn­ar þá er alltaf verið að spyrja mig um hitt og þetta. Geta all­ir synt með hákörl­um og baðað sig upp úr sporðdrek­um í hinu og þessu landi. Ég ákvað því að gera ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Þetta er eins og minn eig­in leiðar­vís­ir um heim­inn og hlut­ir sem ég per­sónu­lega mæli með.
T.d. í staðinn fyr­ir að fara í venju­leg­an dýrag­arð þá segi ég frá því hvernig er hægt að fara í barna­stökks­hátíð á Spáni þar sem hoppað er yfir korna­börn til að særa úr þeim illa anda. Það eru auðvitað ekki all­ir sem hætta sér á þess­ar slóðir en þá dug­ir bara að skoða mynd­irn­ar í bók­inni. Og bók­in er kom­in í búðir.

Fyr­ir hverja er þessi bók?
Hún er fyr­ir alla. 
Mín kyn­slóð og yngri kyn­slóðin hlæja að brönd­ur­un­um en þau allra yngstu munu ekki síður hafa gam­an af henni vegna þess að það er mikið af skemmti­leg­um mynd­um. Þetta er full­kom­in möndlu­gjöf.

Ert þú alltaf að grín­ast, og heima hjá þér líka?
Já, ég held að ég sé mjög geðgóður og létt yfir mér. Ég er ekk­ert með uppistand heima hjá mér öll kvöld en ég grín­ast mikið í kær­ust­unni minni og dótt­ur. Yf­ir­höfuð er mik­il stemn­ing heima, enda köll­um við heim­ilið Grín­kof­ann. Það er alltaf góð stemn­ing.

Þú hef­ur líka sungið fullt af lög­um, er eitt­hvað í upp­á­haldi?
Já, lag sem heit­ir Í góðu skapi. Það var í Steind­an­um okk­ar og mér þykir rosa­lega vænt um það af því það var mjög gam­an að taka það upp. Lagið var ein taka og var í skets í þátt­un­um. Þetta átti að túlka hugs­an­ir ákveðinn­ar mann­eskju.

Kanntu eitt­hvað syngja?
Ég verð betri og betri með hverju lag­inu sem ég geri. Ég held al­veg viss­um nót­um en svo stóla ég stund­um á tækn­ina. Ég var nú val­inn flytj­andi árs­ins á Hlust­enda­verðlaun­un­um 2011, takið það á kodd­ann í kvöld. Svo snýst þetta mikið til um stemn­ingu, sér­stak­lega þegar maður er að flytja lög­in op­in­ber­lega.

Áttu þér ein­hvern upp­á­halds­leik­ara? 
Já, Leon­ar­do DiCaprio. Maður hef­ur al­veg unun af því að horfa á hann leika.

Átt þú þér ein­hverja fyr­ir­mynd í líf­inu?
Ætli það sé ekki bara dótt­ir mín, ein­læg, heiðarleg og ham­ingju­söm.

Hver eru helstu áhuga­mál­in þín?
Fyr­ir utan vinn­una eru það tölvu­leik­ir. Ég spila á Playstati­on 4. Akkúrat núna er ég að spila Red Dead Redempti­on og Fortnite. Þegar tími gefst finnst mér gott að setj­ast niður og leika mér. Mér fer reynd­ar lítið fram en tölvu­leik­ir eru mín hug­leiðsla.

Upp­á­halds­mat­ur?
Já, það er hangi­kjöt með upp­stúf. Ég er bú­inn að fara tvisvar í IKEA nú þegar og fá mér.

Hlakk­ar þú til jól­anna?
Já, mjög. Þetta er upp­á­halds­tími árs­ins. Ég á af­mæli 9. des­em­ber og svo koma jól­in. Nú er ég sjálf­ur kom­inn með barn þannig að við höld­um sjálf okk­ar eig­in jól, litla fjöl­skyld­an. Ég er mikið jóla­barn og orðinn mjög spennt­ur.

Ein­hver skila­boð til krakka sem vilja ná langt?
Já, byrja að vinna í sín­um mark­miðum og læra af mis­tök­un­um. Ekki lúra á hug­mynd­un­um enda­laust, held­ur fram­kvæma hlut­ina og svo betr­um­bæta.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant