Sólveig Matthildur heillar með nýju lagi og myndbandi

Dystopian Boy er fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu Sólveigar Matthildar.
Dystopian Boy er fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu Sólveigar Matthildar. Stilla/YouTube

Tón­list­ar­kon­an Sól­veig Matt­hild­ur Kristjáns­dótt­ir hef­ur gefið út fyrsta lag af vænt­an­legri sóló­plötu sinni, Dystopi­an Boy. Sól­veig er einn af þrem­ur meðlim­um Kæl­unn­ar miklu og hef­ur fengið mikið lof fyr­ir síðustu sóló­plötu sína, Unexplained miseries and the accept­ance of sorrow sem hlaut Kraum­sverðlaun­in 2017.

Mynd­bandið við lagið Dystopi­an Boy er dul­ar­fullt og seiðandi og minn­ir á mynd eft­ir leik­stjór­ann Dav­id Lynch, seg­ir í um­fjöll­un um lagið á tón­list­ar­rit­inu Revolver. 

„Djúp rödd sem er í senn tíma­laus og fersk, söng­kon­an og lagið vekja upp trega sem nálg­ast fortíðarþrá fyr­ir sorg æsk­unn­ar,“ seg­ir í grein­inni.  Í viðtali við Revolver seg­ir Sól­veig að hún hafi fengið inn­blást­ur fyr­ir lagið þegar hún sat á bar með manni fyr­ir einu og hálfu ári.  „Ég er distópisk­ur ná­ungi, Sól­veig,“ sagði hann. Mér fannst það fal­legt þar sem ég hef alltaf séð sjálfa mig sem út­ópíska stúlku.“

Það er hægt að kaupa lagið á  iTu­nes og Bandcamp en sólóplat­an er svo vænt­an­leg á næsta ári og er gef­in út af Artoffact Records.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson