Átti að deyja í Sex and the City 3

Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City.
Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City. AFP

Þriðja Sex and the City-myndin verður líklega aldrei gerð þar sem leikkonan Kim Cattrall vill ekki taka þátt í henni. Í nýjum hlaðvarpsþætti sem Vanity Fair greinir frá kemur fram hver söguþráður myndarinnar átti að vera. 

Átti Mr. Big, persónan sem leikarinn Chris Noth lék í sjónvarpsþáttunum og myndunum tveimur, að deyja. Hann átti að deyja eftir hjartaáfall í sturtu. Noth segir í hlaðvarpsþættinum að hann hafi ekki verið hrifinn af fyrstu tveimur myndunum en þriðja myndin hljómaði vel. „Ég heyrði að handritið væri afbragð,“ sagði leikarinn. 

Er því haldið fram að dauði Mr. Big sé ein af ástæðunum fyrir því að Cattrall vildi ekki vera með. Átti hann að deyja snemma í myndinni og því hefði myndin snúist að miklu leyti um hvernig Carrie, persóna Söruh Jessicu Parker, jafnaði sig eftir fráfallið. 

Kim Cattrall vildi ekki taka þátt í þriðju Sex and …
Kim Cattrall vildi ekki taka þátt í þriðju Sex and the City-myndinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson