Fékk að heyra það eftir nærfatamyndir

Sarah Michelle Geller birti þessa mynd á Instagram.
Sarah Michelle Geller birti þessa mynd á Instagram. skjáskot/Instagram

Leikkonan Sarah Michelle Geller hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir umdeilda myndbirtingu á Instagram. Undir mynd af sér í nærfötum skrifaði Geller að hún ætlaði að hengja myndirnar upp á heimili sínu til þess að minna sig á að borða ekki of mikið á fimmtudaginn. 

Á fimmtudaginn halda Bandaríkjamenn þakkargjörðahátíðina og borða yfir sig af kalkún og öðrum kræsingum. People greinir frá því að myndirnar hafi verið teknar fyrir rúmum tíu árum. Er Geller sérstaklega grönn á þeim og þykja orð hennar ekki sýna gott fordæmi. 

Hafa fylgjendur hennar bent henni á að þessi hugsun sé ekki í lagi og hefur henni verið bent á að lesa sér til um átröskunarsjúkdóma og andleg vandamál sem þeim fylgja. Geller er ekki í ónáð hjá öllum aðdáendum sínum og hafa aðrir þakkað henni fyrir að benda á að hægt sé að njóta hátíðarinnar án þess að borða yfir sig. 

Leikkonan baðst afsökunar á skilaboðum sínum og sagðist ekki hafa ætlað sér að vera með fitufordóma. Sjálf segist hún vanalega borða of mikið og hafi þetta átt að vera smá grín til að minna sig á það. Hún var því bara að grínast. 

View this post on Instagram

I’m just going to pin these up all over my house as a reminder not to overeat on Thursday #thanksgivingprep

A post shared by Sarah Michelle (@sarahmgellar) on Nov 18, 2018 at 10:04am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson