Mynd af prinsinum misnotuð

Nikolai Danaprins kom fram á tískusýningu Burberry í fyrra en …
Nikolai Danaprins kom fram á tískusýningu Burberry í fyrra en samþykkti þó ekki að auglýsa bílaleigu. skjáskot/Instagram

Alexandra greifynja segir að sonur sinn, hinn 19 ára gamli Nikolai prins, sé ekki sáttur eftir að mynd af honum var notuð í auglýsingaskyni fyrir bílaleiguna Sixt. Mynd af prinsinum á bílaleigunni var notuð í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 

Segir ritari greifynjunnar að Sixt hafi beðið um mynd af prinsinum en myndina átti að sýna öðrum á vinnustaðnum. Segir ritarinn samkvæmt Ekstra Bladet að prinsinn og aðrir í dönsku konungsfjölskyldunni séu vanir slíkum myndatökum. Í þetta sinn hafi fyrirtæki hins vegar misnotað myndina af prinsinum.

Bílaleigan hefur fjarlægt fréttatilkynninguna en Danir hafa þó verið duglegir að birta mynd af henni á samfélagsmiðlum. 

Þó svo að kóngafjölskyldan eigi ekki að taka þátt í auglýsinum sem þessum er prinsinn ungi ekki alveg óvanur auglýsingamennsku þar sem hann hefur starfað sem fyrirsæta hjá stórum tískumerkjum.

Jóakim Danaprins ásamt sonum sínum þeim Nikolai og Felix.
Jóakim Danaprins ásamt sonum sínum þeim Nikolai og Felix. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant