Að fanga tragedíuna í húmornum

Guðlaugur, Tatjana Dís og Gylfi Freeland skipa sveitina Russian girls. …
Guðlaugur, Tatjana Dís og Gylfi Freeland skipa sveitina Russian girls. Arnljótur Sigurðsson er lengst til hægri. Ljósmynd/Russian girls

Hljómsveitin Russian girls voru að gefa út splunkunýtt myndband við lagið Bíóbabb en sveitin gaf út smáskífuna Digua í síðasta mánuði undir merkjum þýska plötufyrirtækisins HFN Music. 

Russian girls byrjaði sem hugarfóstur Guðlaugs Hall­dórs Ein­ars­son­ar og er einskon­ar hliðar­verk­efni hans við hljóm­sveit­ina Fuf­anu sem hann stofnaði ásamt Hrafn­keli Flóka Ein­ars­syni. Nafnið er dregið af óæskilegum auglýsingum á netinu en það getur reynst ansi erfitt að gúgla hljómsveitina af þessum sökum. 

Sveitin stækkar og breytist

Um er að ræða mun dul­ar­fyllra efni en Fuf­anu og er út­kom­an áhuga­verð blanda af raf­tónlist, lounge tónlist og ballöðum. Fyrsta plata Russi­an.gir­ls, eða nán­ar til­tekið kas­setta, var á lista Kraums yfir bestu plöt­ur árs­ins 2014 og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunana. 

Í dag er sveitin orðin stærri og meðlimir auk Guðlaugs eru þau Tatjana Dís Aldísardóttir og Gylfi Freeland. Í samtali við mbl.is útskýrir Tatjana Dís að tónlist Russian girls sé síbreytileg. „Ætli áherslurnar okkar séu ekki alltaf að breytast líka.“ 

 


 

Nýja myndbandið er unnið í samstarfi við Rough Cult útskýrir hún, „En við Baldvin Vernharðsson sáum um leikstjórn þess. Hann á mikið lof skilið fyrir vinnu sína, enda tók hann myndbandið upp og klippti það, auk þess að hafa smíðað þessa fantafínu kistu.“

Tónlist og myndbönd Russian girls hafa lengi verið eins og undir sterkum áhrifum frá kvikmyndum en nýja myndbandið fjallar einmitt um bíóferðir, eða skort á þeim öllu heldur. 

Tónlistarmanninum Arnljóti Sigurðssyni bregður fyrir í myndbandinu, og sést hér …
Tónlistarmanninum Arnljóti Sigurðssyni bregður fyrir í myndbandinu, og sést hér í forláta líkkistu. Ljósmynd/Russian girls

Vinirnir veita mestan innblástur

„Pælingin kviknaði fyrst og fremst út frá textanum en þá varð einhverskonar atburðarrás til,"útskýrir Tatjana Dís.  „Maður sem getur ekki farið neitt lengra því hann á ekki pening. Í eirðarleysi sínu og ringulreið er hann búinn að feta sömu slóðina ótal sinnum. Vinir hans vilja því gera honum greiða og binda enda á kaosið sem líf hans er í væntumþykju sinni. Að fanga tragedíuna í húmornum í laginu sjálfu, ætli það hafi ekki verið svona markmiðið. Það mætti líka að segja að hann fái ósk sína uppfyllta og komist í einhverskonar bíó að lokum.“  

Þess má geta að það er tónlistarmaðurinn Arnljótur Sigurðsson sem einnig kallar sig Kraftgalli sem leikur hlutverk í myndbandinu. 

Hvaða kvikmyndir og tónlist hafa veitt Russian girls innblástur?

„Það er heilt haf af kvikmyndum og tónlist sem hafa haft áhrif á okkur sem listamenn, en sem hljómsveit þá eru það líklegast vinir okkar, grínið og depurðin sem veita okkur mestan innblástur.“

Hvernig kom það til að þíð fóruð á samning hjá þýsku plötufyrirtæki?

„Smáskífan okkar er partur af seríunni Brothers & Sisters sem kemur út undir formerkjum þýsku útgáfunnar HFN music, “útskýrir Tatjana Dís. „Þessi áðurnefnda útgáfusería er hugarfóstur vina okkar sem gefa út hjá HFN. Við gáfum einmitt út annan EP árið 2017 sem var líka partur af þessari seríu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson