Idol-stjarnan saknar fótboltans

Bragi Bergsson hefur farið á kostum í sænsku stjörnuleitinni.
Bragi Bergsson hefur farið á kostum í sænsku stjörnuleitinni. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er frekar stórt dæmi,“ segir hinn 25 ára Bragi Bergsson, sem komst í gærkvöldi í fjögurra manna úrslit í sænsku stjörnuleitinni, Idol, en hann hreppti síðasta sætið sem var í boði í þætt­in­um.

Talið er að um ein milljón hafi horft á útsendinguna í sænska sjónvarpinu í gærkvöldi en auk þess var hægt að fylgjast með í beinni á netinu og eflaust hafa einhverjir Íslendingar gert það. Bragi segir að mikið sé fjallað um keppnina úti og vonast til að hann geti notað velgengnina sem stökkpall í frekari tónlistarferil.

„Það er ætlunin fyrst maður er kominn svona langt í þessu. Ég þarf hins vegar að vinna fyrir því sjálfur en það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég vona að eitthvað gerist eftir þetta þannig að ég sé ekki bara í vinnu og að leika mér í fótbolta,“ segir Bragi.

Hann þykir frambærilegur knattspyrnumaður en hefur meðal annars leikið með Fylki og ÍBV í efstu deild knattspyrnunnar hér á landi og á auk þess leiki fyrir U-17 og U-19 ára landslið Íslands.

Arnar Bragi í baráttunni gegn Pálma Rafni Pálmasyni á KR-vellinum.
Arnar Bragi í baráttunni gegn Pálma Rafni Pálmasyni á KR-vellinum. mbl.is/Eggert

Þá var hann þekktur sem Arnar Bragi Bergsson. Hann segir að fyrst hafi hann alltaf verið kallaður Arnar Bragi í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið nánast alla ævi, en síðan hafi fyrra nafnið komið hálf furðulega út hjá Svíunum.

„Ég notaði alltaf Arnar Bragi í Svíþjóð þegar ég var yngri. Þegar maður segir bæði nöfnin hérna í Svíþjóð með sænskum hreim þá hljómar það eins og „Anna Bragi“. Þess vegna tók ég Arnar í burtu,“ segir Bragi og hlær.

„Þegar ég kom svo til Íslands sumarið 2013 skrifuðu allir Arnar Bragi. Þá notaði ég einfaldlega Arnar Bragi á Íslandi og Bragi í Svíþjóð.“

Hann segir að þar ytra séu nokkrir sem hafi náð langt með því að samtvinna feril tónlistar- og fótboltamanns. Sjálfur gerir hann þó ráð fyrir því að fótboltinn verður settur í annað sæti næstu misserin.

„Ég hef verið í Stokkhólmi í allt haust og sakna fótboltans. Ég mun ekki hætta að spila fótbolta en átta mig á því að ég verð ekki íslenski Zlatan og ætla að gefa tónlistinni aðeins meiri séns,“ segir Bragi en ef ekki hefði verið fyrir systur hans væri hann ekki á mörkum þess að vinna sænsku stjörnuleitina.

„Ég er mjög ánægður að hafa komist svona langt í þessu en þetta er lengra en ég bjóst við. Ég ætlaði ekkert að fara í þetta en litla systir mín sendi klippu og náði að sannfæra mig um að taka þátt,“ segir Bragi sem sér ekki eftir afskiptasemi systur sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson