Ósætti ekki ástæða flutninganna

Harry og Meghan er sögð flytja til Windsor snemma á …
Harry og Meghan er sögð flytja til Windsor snemma á næsta ári. AFP

Mikið hefur verið fjallað um væntanlega flutninga Harry og Meghan til Windsor í erlendum fjölmiðlum. Ósætti Katrínar hertogaynju og Meghan er ekki ástæða þess að Harry og Meghan vilja ekki búa í næsta húsi við Vilhjálm og Katrínu eins og stundum hefur verið haldið fram. Ósætti milli Harry og Vilhjálms er heldur ekki ástæðan.

Verið er að gera upp húsnæði þeirra í Windsor en Harry og Vilhjálmur munu ekki deila skrifstofu og starfsfólki. Verður pláss fyrir starfsfólk þeirra Harry og Meghan í Windsor sem og móður Meghan, hina bandarísku Doriu Ragland, sem mun líklega dvelja meira á Englandi eftir að fyrsta barnabarn hennar kemur í heiminn í vor. 

Samkvæmt Daily Mail hefur Harry, sem færst hefur aftar í erfðaröðinni, meira frelsi en Vilhjálmur sem verður líklega kóngur á eftir föður þeirra, Karli. Er Harry ekki sagður vilja búa eins og gullfiskur í búri eins og kóngafólkið í London og ákvað að gefa hjónabandi sínu og ófæddu barni hans og Meghan meira frelsi með því að flytjast til Windsor. 

Börn þeirra Vilhjálms og Katrínar geta leikið sér úti í hallargarði en svæðið er hins vegar ekki stórt. Einnig sést til þeirra ef þau fara aðeins út fyrir höllina og eru Georg og Karlotta stundum mynduð þegar þau fara í skóla og leikskóla. Vilhjálmur er ekki sagður hafa annan kost en að búa í höfuðborginni vegna þess hvar hann er staddur í erfðaröðinni. 

Þrátt fyrir að ósætti milli bræðranna og eiginkvenna þeirra sé ekki ástæðan er því haldið fram að Meghan og Katrín séu enn ekki bestu vinkonur. Er Meghan sögð eiga erfitt með að aðlagast kóngalífinu enda hingað til haft töluvert meira frelsi en Katrín á sínum fullorðinsárum. 

Meghan og Harry eiga von á barni.
Meghan og Harry eiga von á barni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson