Katrín brotnaði niður og grét

Katrín og Meghan glaðar í bragði á Wimbledon-mótinu.
Katrín og Meghan glaðar í bragði á Wimbledon-mótinu. AFP

Það er ekki eintóm hamingja hjá kóngafólkinu. Er árið sagt hafa verið erfitt hjá mörgum í konungsfjölskyldunni og þá sérstaklega í tengslum við þau Harry og Meghan.

Er Katrín hertogaynja meðal annars sögð í grein Telegraph hafa farið að gráta þegar Karlotta prinsessa mátaði kjól sinn fyrir brúðkaup hertogahjónanna af Sussex í maí vegna spennunnar á milli þeirra.

Samkvæmt frétt Daily Mail um atvikið er ekki vitað af hverju Katrín fór að gráta en hertogaynjan var nýbúin að eiga Lúðvík prins og sögð hafa verið mjög tilfinningarík. Eru þær Katrín og Meghan sagðar mjög ólíkar og ekki ná vel saman. 

Meghan og Katrín eru ekki sagðar ná vel saman.
Meghan og Katrín eru ekki sagðar ná vel saman. Samsett mynd
mbl.is