Kisi sér um næturvakt í Gyllta kettinum

Kötturinn Baktus sem hér virðir fyrir sér tvífætta og fiðraða miðbæjargesti virðist taka hlutverk sitt sem næturvörður í Gyllta kettinum alvarlega. Gæsir eru að minnsta kosti ekki boðnar þangað inn eftir lokun, eins og sjá má á þessu myndbandi sem Hafdís Þorleifsdóttir eigandi Gyllta kattarins og Baktusar deildi í dag á Facebook-síðunni Spottaði kött.

Baktus, sem er sjö ára fress, hefur séð um næturvörslu í Gyllta kettinum í ein sex ár, eða frá því skömmu eftir að hann missti bróður sinn í umferðarslysi.

„Ég fann þá tvo bræður Karíus og Baktus undir húsi rétt hjá Gyllta kettinum þegar þeir voru sex vikna gamlir,“ segir Hafdís. Hún tók þá með sér heim og kom þeim til manns en ætlaði ekki að halda þeim. Raunin varð þó önnur og settust bræðurnir að hjá henni.

„Síðan var keyrt yfir Karíus þegar hann var átta mánaða og þá fór Baktus í sorg í viku,“ segir hún. Hafdís býr á Vesturgötunni og einn daginn tók Baktus sig til og labbaði til hennar niður í búð og ákvað að vera bara þar. „Ég prufaði svo í heilt ár að koma með hann heim á kvöldin, en hann bara ákvað að búa þarna frekar en heima.“

Lendir í partíum víða um bæinn

Baktus vekur mikla athygli meðal viðskiptavina Gyllta kattarins og annarra sem eru á ferð um bæinn. Hann er einnig með sína eigin Instagram-síðu, Baktusthecat,  og er þar með hátt í sjö þúsund fylgjendur. Hafdís segir ferðamenn sem fylgt hafa Baktusi eftir á Instagram gera sér sérstaka ferð í Gyllta köttinn til að spyrja eftir Baktusi. Eins geri börn sér ferð í búðina með mömmu og pabba í bæjarferð til að heimsækja kisa.

„Hann á miðbæinn. Hann fer t.d. mikið yfir í Icewear og sefur þar á ullarteppunum á daginn og alls staðar í kring. Það er alveg merkilegt, en hann er alls staðar velkominn.“

Hún segir Baktus fara sínar eigin leiðir og lenda í miðbæjarævintýrum. Hann sé þó líka mjög ljúfur og leyfi fólki að halda á sér. „Ef við náum honum ekki inn um sexleytið þegar við lokum, þá á hann það til að lenda í partíum hingað og þangað um bæinn. Við höfum fengið sendar myndir af honum á börum því hann leyfir öllum að taka sig upp, sem er stundum ekki gott.“

Uppáhaldsstaður Baktusar í Gyllta kettinum er stóll sem hann nýtur þess að sofa á, en jólaskrautið í búðinni lætur hann alveg eiga sig. „Hann er ekki mikið fyrir að leika sér,“ segir Hafdís. „Hann er meira fyrir að láta bara mynda sig og klappa sér.“

Kötturinn Baktus fylgist hér grannt með umferðinni fyrir utan verslunina.
Kötturinn Baktus fylgist hér grannt með umferðinni fyrir utan verslunina. Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant