Söng fyrir sína fyrrverandi sjötuga

Robert Plant og Jimmy Page á góðri stundu.
Robert Plant og Jimmy Page á góðri stundu. AFP

Gott er á milli Roberts gamla Plant, sem frægastur er fyrir að hafa sungið með Led Zeppelin, og fyrrverandi eiginkonu hans, Maureen Plant. Alltént tróð söngvarinn upp í sjötugsafmæli hennar í Bretlandi á dögunum.

Ekki voru þó Zeppelin-lög á efnisskránni, heldur Elvis og meiri Elvis, One Night With You, Little Sister og A Big Hunk O' Love.

Skötuhjúin skildu árið 1983 og leitaði Plant þá ekki langt yfir skammt, tók saman við og barnaði systur Maureen, Shirley.

Plant náði sjálfur þeim áfanga fyrr á þessu ári að verða sjötugur og lýsti því þá yfir að ólíklegt væri að Zeppelin kæmi saman á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant