Bestu plötur ársins valdar

Hljómsveitin Cyber var meðal þeirra sex listamanna og hljómsveita sem …
Hljómsveitin Cyber var meðal þeirra sex listamanna og hljómsveita sem hlutu Kraumsverðlaunin 2017. Hljómsveitin er einnig tilnefnd í ár. Eggert Jóhannesson

Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna árið 2018 voru birtar í dag en 21 hljómplata eru tilnefndar og skipa þar með Kraumslistann í ár. Þetta er í ellefta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru velgerðarsjóðs birtir Kraumslistann yfir bestu íslensku hljómplöturnar sem komu út á árinu - og þykja að mati dómnefndar hafa skarað fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Tólf manna dómnefnd fór í gegnum 343 íslenskar plötur og útgáfur og sýnir það hversu mikil gróskar er í íslensku tónlistarlífi. Dómnefndin mun velja sex breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2018. 

Hiphop og rapptónlist er áberandi á listanum sem má sjá hér að neðan. Á listanum má þó finna hinar ýmsu tónlistarstefnur enda Kraumsverðlaunin ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. 

KRAUMSLISTINN 2018 - ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:

  • Andi - Allt í einu
  • asdfhg. - Örvæntið ekki
  • Auður - Afsakanir
  • aYia - aYia
  • Bagdad Brothers - JÆJA.
  • Birnir - Matador
  • Bríet - 22.03.99
  • Cyber - BIZNESS
  • Elli Grill - Pottþétt 2018
  • GDRN - Hvað ef
  • GYDA - Evolution
  • Hekla - Á
  • Íbbagoggur - Le quatuor diabolique inexistant: trois pièces sinistres d'Íbbagoggur
  • Johnny Blaze & Hakki Brakes - Vroom Vroom Vroom
  • Jónbjörn - Isms
  • Kælan Mikla - Nótt eftir Nótt
  • Nordic Affect – He(a)r
  • Ragga Holm - Bipolar
  • ROHT - Iðnsamfélagið og framtíð þess
  • Sideproject - isis emoji
  • Sigrún - Onælan  
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson