Tók sjálf þátt en gagnrýnir nú nærfatasýninguna

Halsey söng á tískusýningu Victoria's Secret.
Halsey söng á tískusýningu Victoria's Secret. AFP

Bandaríska söngkonan Halsey kom fram á undirfatasýningu Victoria's Secret í síðasta mánuði. Í gær var sýningin sýnd í sjónvarpi og gagnrýndi hún þá sýninguna á samfélagsmiðlum. Halsey tók þar með undir fjölmargar raddir þeirra sem gagnrýna ófjölbreyttar fyrirsætur undirfatarisans. 

Tónlistarkonan segist hafa verið aðdáandi tískusýningar Victoria's Secret síðan hún var ung stelpa en síðan sýningin var tekin upp hafi komið fram gagnrýnisraddir sem hún segist ekki hafa getað hunsað. Á hún þar sérstaklega við að engar transfyrirsætur voru á sýningunni. 

View this post on Instagram

‪💕🦋💕 @GLSEN - glsen.org‬

A post shared by halsey (@iamhalsey) on Dec 2, 2018 at 7:06pm PST

Yfirmaður markaðsmála hjá fyrirtækinu, Ed Razek, sagði í viðtali við Vogue í nóvember að hann teldi ekki þörf fyrir að hafa transfyrirsætu með í tískusýningunni þar sem sýningin væri fantasía. Hann baðst seinna afsökunar og sagði hægt að ráða transfyrirsætur í sýninguna. Transfyrirsætur hefðu komið í prufur en eins og svo margar aðrar fyrirsætur ekki komist að. 



Bella Hadid og tónlistarkona Halsey á undirfatasýningunni.
Bella Hadid og tónlistarkona Halsey á undirfatasýningunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson