Afl kærleikans

Elín Hansdóttir hannaði Kærleikskúluna í ár.
Elín Hansdóttir hannaði Kærleikskúluna í ár.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra býður til athafnar á Kjarvalsstöðum í dag kl. 10.30 þar sem Kærleikskúla ársins 2018 verður afhent verðugri fyrirmynd eða fyrirmyndum en árlega er valinn sérstakur handhafi Kærleikskúlunnar í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf í þágu fatlaðs fólks í samfélaginu.

Fyrstu Kærleikskúluna, fyrir árið 2003, hannaði Erró og hafa þekktir listamenn, innlendir sem erlendir, hannað hana árlega upp frá því og má af þeim nefna Yoko Ono og Ólaf Elíasson. Nú er komið að Elínu Hansdóttur og mun allur ágóði af sölu kúlunnar að vanda fara í að styrkja sumarbúðirnar í Reykjadal þar sem börn og ungmenni með fatlanir geta komið og dvalið yfir sumar eða vetur. Eliza Reid forsetafrú verður kynnir við athöfnina í dag, bjöllukór tónstofu Valgerðar mun flytja jólalög en forsöngur sönghópsins Lyrika hefst kl. 10.30.

Segulstálskúla í kúlunni

Elín segist hafa verið beðin um að hanna kúluna í byrjun sumars og hafði hún tvo eða þrjá mánuði til stefnu, fram að framleiðslu kúlunnar sem fer fram erlendis.

Elín er vön að vinna innsetningar fyrir stór rými og segir þetta litla rými, Kærleikskúluna, því hafa verið töluverða áskorun og skemmtilega. „Ég tók þann pól í hæðina að vinna með eitthvað sem bendir á einhvers konar hluta af raunveruleika okkar sem er aðdráttarafl jarðar. Það er segulstálskúla inni í glerhjúpnum og járnduft sem laðast að þessu segulstáli. Svo er hægt að hrista kúluna – varlega – og þá breytist lögunin á kúlunni sem er inni í henni,“ segir Elín. Henni hafi þótt skemmtilegt að vinna út frá því að engar tvær kúlur væru eins og kúlan inni í kúlunni breytileg frá einu augnabliki til annars.

–Og þú ert með því að vísa líka til breytinga á jörðinni og að hver maður sé einstakur, eða hvað?

„Já og hvernig utanaðkomandi afl getur mótað umhverfi sitt,“ svarar Elín. Hún er spurð að því hvort hún hafi fengið margar hugmyndir til viðbótar þessari. „Ja, það var kannski ein önnur hugmynd sem var of flókin í framkvæmd af því þetta eru allt handblásnar kúlur og því hægt að setja ýmislegt inn í þær en það þarf að komast inn í gegnum mjög mjótt rör. Þannig að takmarkanirnar eru svolítið miklar,“ svarar Elín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant