Borgaði 6 milljónir fyrir deit með kærastanum

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. AFP

Söngkonan Katy Perry borgaði 50 þúsund dollara eða rúmar sex milljónir fyrir að fara á stefnumót með kærasta sínum Orlando Bloom. Atvikið átti sér stað á uppboði á sunnudaginn til styrktar fólki sem fór illa út úr skógareldunum í Kaliforníu í síðasta mánuði. 

Kona að nafni Laura var búin að bjóða 20 þúsund dollara í mótorhjólaferð og hádegismat með leikaranum þegar kærasta leikarans, söngkonan Katy Perry, ákvað að bjóða betur. Perry bauð reyndar svo hátt að enginn átti séns í að toppa hana. 

mbl.is