Brúðkaupinu enn fagnað á Indlandi

Nýgiftu hjónin Pryanku Chopra og Nick Jonas kunna greinilega að skemmta sér en eftir þriggja daga brúðkaup í Jodhpur um helgina mættu þau í enn aðra brúðkaupsveisluna í gær, þriðjudag, í Nýju-Delí. 

Indverska leikkonan og bandaríski tónlistarmaðurinn geisluðu af gleði þegar fjölmiðlar fengu að smella af þeim myndum í veislunni. Brúðkaupið er kallað brúðkaup ársins á Indlandi og miðað við hversu miklu var tjaldað til eiga konunglegu brúðkaupin í Bretlandi ekkert í brúðkaup þeirra Copra og Jonas. 

Chopra skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún var valin ungfrú heimur árið 2000. Hún byrjaði leiklistarferilinn í Bollywood en hefur verið að færa sig til Hollywood. Nick Jonas sem er tíu árum yngri en indverska stjarnan hóf ferilinn ungur að aldri með bræðrum sínum í hljómsveitinni Jonas Brothers. 

Priyanka Chopra og Nick Jonas ástfangin í brúðkaupsveislu sinni.
Priyanka Chopra og Nick Jonas ástfangin í brúðkaupsveislu sinni. AFP
mbl.is