Segir frá óvenjulegasta kynlífsstaðnum

Leikarinn Dennis Quaid.
Leikarinn Dennis Quaid. AFP

Leikarinn Dennis Quaid er ekki feiminn að tjá sig um einkalíf sitt hvort sem það snertir fíkniefnaneyslu hans eða kynlíf. Page Six greinir frá því að Quaid sem var giftur Meg Ryan á tíunda áratugnum hafi greint frá óvenjulegasta staðnum sem hann hefur stundað kynlíf á í nýju viðtali við The Sunday Times

Óvenjulegasti staðurinn sem Quaid hefur stundað kynlíf á er í lyftu. Var það lyfta í Quebec, franska hluta Kanada. „Það hljóta hafa verið frönsku áhrifin,“ sagði Quaid. 

Hann greindi frá því að lyftan hefði farið upp í íbúð hans og tók það sérstaklega fram að þetta hefði ekki verið opinber bygging. „Ég vissi að það væri verið að nota hinar hæðirnar og enginn væri að koma, en hún vissi það ekki.“

Hann sagði ekki hver hefði verið með honum í lyftunni en sagði atvikið hafa átt sér stað fyrir ekki svo löngu. Ekki er ólíklegt að konan í lyftunni hafi verið kærasta hans til tveggja ára, fransk-kanadíska fyrirsætan Santa Auzina. 

mbl.is