Tilkynnir skilnað við barnsföður sinn

Cardi B og Offset.
Cardi B og Offset. AFP

Rappkonan Cardi B tilkynnti í morgun að hún og eiginmaður hennar, rapparinn Offset, væru hætt saman. Hjónin giftu sig í fyrra en þau eignuðust dóttur í lok júlí. 

Cardi B tilkynnti sambandsslitin á Instagram í morgun og að það myndi líklega taka smá tíma til að fá skilnað í gegn. Segir hún þau enn vera góða vini og vinna vel saman.„Við elskum hvort annað mjög mikið en hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp á milli okkar lengi,“ sagði Cardi B.

Cardi B tekur það fram að sambandsslitin séu ekki neinum að kenna og telur að þau hafi bara þroskast hvort í sína áttina. 

View this post on Instagram

There you go..peace and love

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on Dec 4, 2018 at 9:49pm PST

Offset og Cardi B innileg á sviðinu í lok nóvember.
Offset og Cardi B innileg á sviðinu í lok nóvember. AFP
mbl.is