Hera geislaði á rauða dreglinum

Hera Hilmarsdóttir var kát á frumsýningu myndarinnar Mortal Engines.
Hera Hilmarsdóttir var kát á frumsýningu myndarinnar Mortal Engines. AFP

Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir geislaði á rauða dreglinum þegar kvikmyndin Mortal Engines var frumsýnd í Kaliforníu í gær, miðvikudag. Hera fer með aðalhlutverkið í myndinni en Peter Jackson framleiðir og skrifar handritið. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í næstu viku en þeir sem hafa farið í kvikmyndahús nýlega hafa líklega tekið eftir stiklu myndarinnar með Heru í aðalhlutverki. 

Hera passaði fullkomlega inn í myndina en teymi Jackson hafði verið að leita að réttu leikkonunni í hlutverk Hester Shaw í heilt ár áður en þau fundu Heru. 

„Það vill líka svo heppi­lega til að hún er einn ynd­is­leg­asti og mest gef­andi leik­ari sem ég hef nokk­urn tím­ann notið þess heiðurs að vinna með.

Við trúðum því varla þegar Hera samþykkti að leika Hester Shaw og erum afar lukku­leg að hafa hana með okk­ur,“ sagði Jackson um Heru í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í fyrra. 

Söng- og leikkonan Jihae, Hera Hilmarsdóttir og leikkonan Leila George …
Söng- og leikkonan Jihae, Hera Hilmarsdóttir og leikkonan Leila George á frumsýningunni. AFP
Aðstandendur myndarinnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
Aðstandendur myndarinnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant