Hera geislaði á rauða dreglinum

Hera Hilmarsdóttir var kát á frumsýningu myndarinnar Mortal Engines.
Hera Hilmarsdóttir var kát á frumsýningu myndarinnar Mortal Engines. AFP

Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir geislaði á rauða dreglinum þegar kvikmyndin Mortal Engines var frumsýnd í Kaliforníu í gær, miðvikudag. Hera fer með aðalhlutverkið í myndinni en Peter Jackson framleiðir og skrifar handritið. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í næstu viku en þeir sem hafa farið í kvikmyndahús nýlega hafa líklega tekið eftir stiklu myndarinnar með Heru í aðalhlutverki. 

Hera passaði fullkomlega inn í myndina en teymi Jackson hafði verið að leita að réttu leikkonunni í hlutverk Hester Shaw í heilt ár áður en þau fundu Heru. 

„Það vill líka svo heppi­lega til að hún er einn ynd­is­leg­asti og mest gef­andi leik­ari sem ég hef nokk­urn tím­ann notið þess heiðurs að vinna með.

Við trúðum því varla þegar Hera samþykkti að leika Hester Shaw og erum afar lukku­leg að hafa hana með okk­ur,“ sagði Jackson um Heru í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í fyrra. 

Söng- og leikkonan Jihae, Hera Hilmarsdóttir og leikkonan Leila George ...
Söng- og leikkonan Jihae, Hera Hilmarsdóttir og leikkonan Leila George á frumsýningunni. AFP
Aðstandendur myndarinnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
Aðstandendur myndarinnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. AFP
mbl.is