Með tvær tilnefningar fyrir sömu myndina

Bradley Cooper leikstýrði og lék í myndinni A Star is ...
Bradley Cooper leikstýrði og lék í myndinni A Star is Born og fékk tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna fyrir vinnu sína. AFP

Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney fékk flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna eða sex talsins. Í myndinni bregður leikarinn Christian Bale sér í hlutverk fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Verðlaunin verða afhent 6. janúar á næsta ári. 

Þykja Golden Globe-verðlaunin gefa góða mynd af því hvernig Óskarsslagurinn verður. Ekki er nema vika þangað til að tilnefningar til hinna virtu Screen Actors Guild-verðlauna verða tilkynntar. Verðlaunavertíðinni lýkur í febrúar þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. 

Kvikmyndin A Star is Born kom fast á hæla Vice með fimm tilnefningar. Kvikmyndirnar The Favourite og Green Book fengu einnig fimm tilnefningar. 

Bale fékk tilnefningu fyrir túlkun sína á Cheney en Lady Gaga fékk einnig tilnefningu fyrir frammistöðu sína í A Star is Born. Bradley Cooper fékk sömuleiðis tilnefningu fyrir leik sinn og leikstjórn sína í A Star is Born. 

Hægt er að skoða tilnefningarnar nánar á vefsíðu Golden Globe hér. 

Mynd um Dick Cheney fékk sex tilnefningar til Golde Globe.
Mynd um Dick Cheney fékk sex tilnefningar til Golde Globe. AFP
mbl.is