Portman biðst afsökunar

Jessica Simpson var ekki sátt við hvernig Natalie Portman lýsti …
Jessica Simpson var ekki sátt við hvernig Natalie Portman lýsti henni í viðtali. Samsett mynd

Leikkonan Natalie Portman gagnrýndi ímynd söngkonunar Jessicu Simpson í vikunni. Simspson hélt því fram á sínum yngri árum að hún væri hrein mey, á sama tíma hún klæddist efnislitlum fötum. Simpson svaraði Portman á samfélagsmiðlum og útskýrði leikkonan mál sitt betur í kjölfarið og bað söngkonuna afsökunar. 

Portman sagði að það hefði ruglað hana í ríminu sem unglingur þegar myndir af Simpson í bikiní birtust og fyrirsögnin hefði verið: „Ég er hrein mey“. 

Simpson greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum þegar hún las ummæli Portman og sagði að hún ætti að vita það jafnvel og hún að ímynd þeirra væri ekki alltaf í þeirra höndum. 

Portman skrifaði athugasemd við pistil Simpson á Instagram þar sem hún sagðist vera sammála því að konur mættu klæða sig eins og þær vildu. Hún hefði aðeins verið að reyna að útskýra tilfinningar sínar sem unglingur í sviðsljósinu líkt og hún. Portman bað auk þess Simspon afsökunar ef orð hennar hefðu sært hana, hún ætlaði ekki að tala illa um hana. 

View this post on Instagram

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on Dec 5, 2018 at 9:58am PST



skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant