Árið það besta og versta

Ariana Grande var valin kona ársins.
Ariana Grande var valin kona ársins. AFP

Billboard valdi söngkonuna Ariönu Grande konu ársins 2018 á hátíð kvenna í tónlist í gær. Grande sagði í þakkarræðu sinni að hún hefði ekki bara átt gott ár og sagðist ekkert vita hvað hún væri að gera þegar kæmi að einkalífinu. 

„Þetta er mjög sérstakt. Mig langar til að segja að mér finnst það áhugavert að þetta hafi verið eitt besta ár á ferli mínum og eitt það versta í lífi mínu,“ sagði Grande samkvæmt E! og reyndi að halda aftur af tárunum. 

Grande hætti með rapparanum Mac Miller fyrr á árinu eftir nokkurra ára samband. Í byrjun sumars trúlofaði hún sig grínistanum Pete Davidson, því sambandi lauk í október en í millitíðinni dó Miller. 

„Ég hlakka til að læra vonandi að gefa sjálfri mér eitthvað af þeirri ást og fyrirgefningu sem ég hef gefið mönnum af léttúð og auðveldlega í mörg ár,“ sagði Grande um komandi ár. 

Segist söngkonan ekki vera leita að samúð með orðum sínum heldur vonast hún til þess að hennar saga veiti öðrum huggun. Fólk haldi kannski að hún sé með allt á hreinu þar sem hún var kosin kona ársins. Hún segist hins vegar ekki hafa hugmynd um hvað hún er að gera. 

Ariana Grande er á hápunkti ferils síns en einkalífið gengur ...
Ariana Grande er á hápunkti ferils síns en einkalífið gengur ekki jafnvel. AFP
mbl.is